Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ímyndin í hausnum

Það er merkilegt hvað það situr enn fast innprentað í manni að maður geti ekki verið mjór/grannur eða hvað sem á að kalla þetta. Mér finnst ég ekki lengur neitt feit, en orðið þybbin vill samt vera þarna. Þegar maður hefur alla sína ævi litið á sig sem þybbna eða feita þá er bara rosalega erfitt að fara að hugsa um sig sem granna. Mér finnst eins og ef ég segist vera grönn að fólk hljóti að halda að ég sé eitthvað klikk, hugsi með sér "hvað heldur þessi eiginlega að hún sé" og telji mig bara í afneitun. Það var alveg með erfiðleikum að ég breytti titlinum á blogginu mínu og ég er enn að spá í hvort að fólki finnist ég rugluð að halda að ég sé orðin grönn. Veit að ykkur finnst ég voða flott, en hvað með allar mjónurnar sem þekkja mig ekki og skrifa aldrei nein komment? Þið vitið, þessar sem eru 175 cm og 55 kg og fullkominn vöxt, hehe. Þær skoða kannski aldrei bloggið mitt hvort sem er, hahaha, og mér ætti nú svo sem að vera nokk sama um ókunnugu fólki finnst hvort sem er.

Og já, ég sé alveg fellingarnar mínar í kringum magann, mittið og bakið ;) En það er kannski bara eðlilegt fyrir 34 ára konu sem á 3 börn. Ég er svo sem ekki heldur að sækjast eftir einhverjum rennisléttum vexti. Veit alveg að maginn verður þarna, aðallega þessar bakfellingar sem ég væri til í að losna við ;)

Rugl pælingar hjá manni. Bara svo þið vitið það þá er ég samt sem áður afskaplega ánægð með mig og árangurinn. Það er bara voðalega erfitt að svissa úr þessum þybbna hugsunargangi yfir í að maður sé bara normal og grannur.