Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, febrúar 21, 2005

Víti til varnaðar :(

Úff stelpur (og strákar). Ég missti mig bara ALGJÖRLEGA í átinu í nótt. Hræðilega svekkjandi að gera þetta þegar maður er loksins kominn undir 70 kg. Auðvitað sýndi vigtin yfir 70 kg þegar ég vaknaði áðan. Ég skal viðurkenna að ég velti lengi vöngum yfir hvort ég ætti nokkuð að vera að blogga um þetta. Þið eruð búin að hrósa mér svo mikið fyrir hvað ég er dugleg og svo bregst ég ykkur svona illilega. En ég komst að þeirri niðurstöðu að auðvitað blogga ég um þetta. Sama hvort gengur vel eða illa, bloggið er mín matardagbók og það þýðir ekkert annað en að vera hreinskilinn. Svo er kannski bara ágætt fyrir ykkur að sjá hvað það þarf tiltölulega lítið til að hækka kaloríu- og kolvetnamagnið upp úr öllu valdi.

Svona var upphaflega matarplanið:

Fyrsta máltíð kl. 15:00:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 44 gr. 107,8 kkal.
kjúklingasalat 25 gr. 72 kkal.
léttmarmelaði 10 gr. 2,2 kkal.
ostur 16% 15 gr. 40,8 kkal.
Yoplait 0,1% skógarberja 125 gr. 68,8 kkal.

Miðdegisverður:
nautagúllas 160 gr. 160 kkal.
kjúklingabaunapottréttur 175 gr. 206 kkal.
ólívuolía 1/2 msk. 50 kkal.

Kvöldsnarl:
soyapönnukaka 1 stk. (Gerritar uppskrift án síróps) 208,4 kkal.
jarðarber 100 gr. 30 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.
low carb síróp 30 ml. 17,5 kkal.
Crémefine þeyti 0,5 dl. 95 kkal.

Millibiti:
Atkins crispy bar 1 stk. - 30 gr. 138 kkal.

Nætursnarl:
Läkerol salmiak 1 pk. 27,6 kkal.
epli 143 gr. 68,6 kkal.
Atkins Advantage hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.
Läkerol cactus 1 pk. 26,9 kkal.

Samtals hefði þetta verið 1557,3 kkal. og 92 grömm kolvetni. Svolítið í yfirkantinum, en alveg allt í lagi. Nema að svo missti ég mig alveg og þetta bættist við:

Sukk og svínarí:
heilhveitibrauð 3 sneiðar - 90 gr. 220,5 kkal.
skinka 4 sneiðar - 60 gr. 52,8 kkal.
tómatur 20 gr. 2,8 kkal.
ostur 26% 50 gr. 171 kkal.
blandað hlaup 75 gr. 249 kkal.
snickers 20 gr. 95,4 kkal.

Bara þessi viðbót gerði því 791,5 kkal. og 110 grömm kolvetni. Þetta virtist alls ekkert svo agalegt þegar ég var að borða þetta. Það var sem sagt nammi í skál á borðinu inni í starfsmannastofunni og þetta var svona smá nart og svo smá meira nart... og svo allt í einu var bara nammið nærri búið. Athugið að snickersbitinn var bara einn biti. Svo síðar fékk ég mér fyrst hálfa brauðsneið með skinkuáleggi og tómati (var tilbúið smurt í ísskápnum, restir frá kvöldmatnum). Hálf brauðsneið er nú ekki svo mikið. Svo stuttu seinna fékk ég mér aðra svona hálfa sneið. Síðan um 3 leytið þá fékk ég mér samloku með 2 skinkusneiðum og miklum osti. Og þar með var það komið. Auðvitað vissi ég alveg að þetta var allt of mikið, ég veit alveg hvað það er mikið af kaloríum í þessu öllu, en ég ákvað bara einhvernvegin að ignora það. Skrýtið hvernig maður bregst við stundum.

Í heildina innbyrti ég því 2348,8 kkal. og 202 grömm kolvetni. Jamms, og í þokkabót gerði ég engar æfíngar í gær. Gæti maður verið meira latur og lélegur? Well, þið þurfið ekkert að skamma mig, ég veit allt of vel upp á mig sökina. Þið þurfið heldur ekkert að hughreysta mig því ég á enga hughreystingu skilið og þarf hana heldur ekkert. Veit bara að ég klikkaði þarna og held ótrauð áfram í dag. Ætla í Tripp Trapp tíma í ræktinni kl. 19:30 og kem svo með matarskýrsluna seinna í kvöld.

Já, svona er ég nú mikil fyrirmynd, hehe.