Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, febrúar 14, 2005

Svolítið erfiður dagur.

Já, maður svífur víst ekki alltaf um á bleiku skýi. Ég var heima með báða litlu grislingana í dag og bara leiddist eitthvað ferlega. Komst ekkert út og dagurinn leið rosalega hægt. Ég bara var svöng í allan dag, skildi eiginlega ekkert í þessi. Fékk brálæðislega sætindaþörf um miðjan daginn og freistaðist í bland í poka sem sonur minn átti eiginlega, en hann hafði enga lyst á þvi. Sem betur fer var það ekkert svakalega mikið, en ég er samt svo óánægð með mig að hafa ekki staðist þetta. Jæja, þýðir ekki að væla yfir því núna. Kvöldið var aðeins betra, ég dreif mig í ræktina og fór í Tripp Trapp 2 og gekk miklu betur núna. Tók bara vel á og fékk mér svo létt Kesam með hindberjum þegar ég kom heim. Ætla að reyna að borða ekkert meira í kvöld. Ég er enn með voðalega löngun í eitthvað sætt og bara eitthvað að éta, skil þetta eiginlega ekki. Og nei, ég er ekki að fara að byrja á blæðingum. En þetta hlýtur að líða hjá. Svona var matseðill dagsins:

Morgunmatur: Hafraklíðisgóðgæti, 1 sneið Lavkarbobrauð með makríl í tómat.
Hádegismatur: Soðin ýsa með gratíneruðu grænmeti, 125 mL léttjógúrt með mangó.
Miðdegisverður: Low carb pasta með skinku, sveppum og brokkolí, sósa úr Crémefine.
Kvöldverður: Létt Kesam með Crémefine, stráætu og hindberjum.
Millibiti: 1 stk Atkins mint wafer, 1 sneið Lindbergbrauð með kjúklingasalati, 1 stk. Atkins Advantage decedence bar, ca 50 gr bland í poka.

Jámm, þetta gerði líka alveg 1690 kkal. og 118 grömm kolvetni. Var ótrúlega svöng eitthvað í dag. Held að það hafi líka bara tengst því að ég fann mér einhvernvegin ekkert að gera. Vonandi verður morgundagurinn betri ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home