Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ljúfur laugardagur ;)

Fyrir utan draslið hér heima sko ;). En ég dreif mig í ræktina í morgun. Fór í pallatíma klukkan 11 og tók krakkana með mér. Þeir voru náttúrulega í pössuninni á meðan, þeim finnst það alveg svakalega skemmtilegt. En allavegana fór ég í Tripp Trapp 2, hef nefninlega bara farið í Tripp Trapp 1 áður. Dí sko, og ég sem hélt að ég væri orðin nokkuð klár í þessum pallaskrefum, hahaha. Ég var nú bara eins og álfur út úr hól og náði engan vegin öllum sporunum og samsetningunum ;Þ. Enda voru allar þarna í tímanum vanar þessum tímum og búnar að læra rútínuna fyrir löngu... nema ég og ein önnur. Hehe, enda vorum við frekar umkomulausar þarna stundum ;). Leiðbeinandinn var sko ekkert að eyða tíma í að útskýra sporin eða fara vel yfir þau, það var bara æðubunast áfram. Ég náði eiginlega ekki að taka nógu vel á af því að ég náði ekki rútínunni nógu vel. Passaði mig samt á því að stoppa aldrei. En þetta hlýtur að koma, ætla bara að fara í fleiri svona tíma ;). Mér finnst nefninlega gaman að hafa aðeins flóknari spor, og það sem pirrar mig mest í Tripp Trapp 1 er einmitt hvað það fer langur tími í að kenna öllum sporin. Þannig að ég held að það verði mjög fínt í Tripp Trapp 2 þegar ég er búin að ná tökum á rútínunni ;). En þar sem mér fannst ég ekki fá nógu mikið út úr tímanum (sem b.t.w. var í klukkutíma), þá tók ég prógrammið mitt í tækjunum eftir hann. Þá var ég nokkuð sátt ;). Fór svo í sturtu og skrúbbaði mig og bónaði, hehe, og bar svo á mig húðstinningarkrem (afhverju finnst mér þetta hljóma svo dónalega?) sem ég keypti í gær. Eitthvað voða fínt frá L'oreal sem á að minnka slit og stinna húðina. Hef reyndar afskaplega takmarkaða trú á öllum kremum, en þetta skaðar varla ;).

Ég er búin að plana matseðil dagsins og hann verður svona:

Morgunmatur: 1 sneið Lindbergbrauð m. L&L og roastbeef, 125 mL léttjógúrt með jarðarberjum.
Hádegismatur: Grískt salat með niðurskorinni kjúklingabringu, 50 gr Kesella sem dressing.
Miðdegisverður: Karrý/kjúklingasúpa með rækjum, 1 mini BabyBel light.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lavkarbo brauð með L&L, roastbeef og eggjasneiðum.
Millibiti: 1 Atkins mint wafer, 1 Atkins Advantage fruits of the forest bar.

Samtals gerir þetta um 1310 kkal. og 46 grömm kolvetni.

Mér finnst þessir Advantage barir alveg æði. Þetta eru eiginlega svona prótínbarir og henta mér rosalega vel sem snarl á kvöldin. Fullnægja sætindaþörfinni minni og eru samt miklu saðsamari en annað súkkulaði, þar sem þeir eru próteinríkir. Var bara búin að sjá eina tegund af þeim hér, en uppgötvaði svo í gær að þeir eru til í ICA (matvöruverslun) í þremur bragðtegundum. Gasalega ánægð með það ;).

Laumaðist á vigtina í morgun, off kors, og leist vel á það sem ég sá ;). Vonandi verður talan á opinbera vigtunardeginum á morgun enn betri ;).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home