Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, febrúar 07, 2005

Mánudagur og kvöldvakt

Hæhæ dúlls. Ég var að koma heim af kvöldvakt. Pínulítið kalt að labba heim, 4 stiga frost, en þó lyngt og fallegt veður. Dagurinn hefur gengið alveg ágætlega. Það var að sjálfsögðu konfekt í vinnunni, alltaf eitthvað, og ég fór og reiknaði saman kaloríur og kolvetni og komst að því að ég gæti leyft mér 5 mola, hehehe. Þannig að ég fékk mér 5 konfektmola í vinnunni. Annars var dagurinn svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með L&L og bananasneiðum, hin með léttmarmelaði og léttosti.
Hádegismatur: 1 sneið sólkjarnabrauð með L&L og léttosti.
Miðdegisverður: 3 kjötbollur í brúnni sósu, ferskt salat með.
Kvöldsnarl: 30 grömm harðfiskur.
Millibiti: 1 Atkinssúkkulaði, 1 pk Solano brjóstsykur (sykurlaus) og 5 konfektmolar.

Jámm, kvöldsnarlið var frekar rýrt þar sem ég varð að fórna einhverju fyrir konfektmolana :S. En í heildina gerði þetta um 1360 kkal. og 95 grömm kolvetni. Ég miða núna við að halda kolvetnunum undir 100, helst samt í kringum 75.

Ég ætlaði nú eiginlega að fara í ræktina í dag áður en ég færi á kvöldvaktin, en svo lagði ég mig og steinsvaf á mínu græna alveg þar til ég þurfti að mæta. En það var reyndar rosa næs ;) Ég gerði líka 50 mínútna Pilatesæfingar í gær þó svo ég hefði planað frídag þá, svo þetta sleppur.

Brr, kuldahrollur í mér. Ætla að ná mér í hlýja peysu og fara svo bloggrúnt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home