Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Fallegur dagur

Það er svooo fallegt veður, eða var það í dag allavegana. Svona milt og gott, sólskin og logn. Mér fannst bara eins og það væri að koma vor. Himininn var líka alveg ótrúlega flottur, ofsalega falleg birta. Skýin voru einhvernvegin bleikgul og svo tónaði himininn svona blágrænn við. Rosa flott. Við skruppum til Svíþjóðar að versla og aldrei þessu vant keypti ég EKKI krembollur, fannst nóg þær sem ég át á mánudaginn. En hins vegar leyfði ég mér slatta af hnetum ;) Svona var matseðillinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með kjúklingakæfu, hin með kjúklingasalati, 125 mL léttjógúrt með jarðarberjum.
Hádegismatur: Pistasíuhnetur og Cashewhnetur, 1 sneið sólkjarnabrauð með makríl í tómatsósu.
Kvöldmatur: Tær kjötsúpa með grænmeti, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og roastbeef.
Millibiti: 1 low carb súkkulaðistykki, 1 banani, 1 pk. Läkerol salvi.

Samtals var þetta um 1360 kkal. og 95 grömm kolvetni. Miðdegisverðurinn varð svo seinn að hann lenti eiginlega saman með kvöldsnarlinu. Fékk mér einn banana þarna á milli hádegismatsins og kvöldmatsins. Ég fór sko í ræktina og tók heví púl á Orbitrekkinu, 50 mínútur, og svo nokkrar magaæfingar. Þetta var eiginlega einum of mikið því ég fann að blóðsykurinn datt niður og ég varð skjálfandi og óglatt... og þá reddaði bananinn mér ;) Kannski á nú eitthvað smá eftir að bætast við matseðilinn í kvöld, sé til hvernig það fer.

Ætla að lesa fyrir börnin áður en ég rek þau í rúmið og kíki svo á ykkur á eftir ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home