Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, febrúar 11, 2005

Föstudagur til fitu... NOT!!! ;D

Ónei, bara frábær dagur í dag líka ;) Var nú eiginlega í fríi, en þurfti að fara á námskeið frá 12-15:30 í nýja tölvukerfinu sem á að fara að nota bráðum í sambandi við alla skráningu sjúklinganna. Líst bara vel á þetta kerfi. Fannst að vísu námskeiðið allt of létt og mér leiddist frekar mikið. Hefði viljað eyða meira af tímanum í að fikta mig bara áfram í stað þess að hlusta á endlaust blaður :Þ. Svo dreif ég mig í pallatíma í ræktinni kl. 16:30 og púlaði sko vel ;)

En allavegana þá var matseðillinn svona:

Morgunmatur: Hafraklíðisgóðgæti, 1 sneið Lavkarbo brauð með L&L og kjúklingaáleggi.
Hádegismatur: Kesella með Crémefine, strásætu og blönduðum berjum.
Miðdegisverður: Gufusoðin ýsa og grænmeti, ostur yfir.
Kvöldsnarl: Bakaðar eplasneiðar með Ricotta, kanel og möndluspænum.
Millibiti: 1 pk. Läkerol salvi, 1 Morning Sunshine með eplabragði, 1 Atkins Advantage bar með hnetum.

Samtals var þetta um 1330 kkal. og 73 grömm kolvetni.

Mér finnst ég vera búin að borða svo hrikalega góðan mat í allan dag ;D. Hafraklíðisgóðgætið mitt er bara æði, Kesella er svona svipað og skyr, ýsan alveg yndisleg svona gufusoðin með grænmetinu og þessar bökuðu eplasneiðar með möndlunum og gúmolaðinu... namminamminamm :D Og svo þetta æðislega Atkins góðgæti ;D. mér finnst þetta bara eiginlega búinn að vera algjör nammidagur. Á meira að segja eftir að borða Advantage barinn minn, ætla sko að setjast yfir sjónvarpinu á eftir og gæða mér á honum ;) Reyni að kíkja bloggrúnt fyrst. Maður verður víst að standa sig fyrst maður er búinn að fá óformlegt formannshlutverk í þessum klúbbi, hahaha. Æ, þið eruð bara svo æðislegar eitthvað ;)


Svo vil ég endilega minna ykkur á nýju átaksbloggarana, alveg nauðsynlegt að peppa þær upp svo þær gefist nú ekki upp strax ;D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home