Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

I'm in Atkins heaven ;D

Ji stelpur. Ég álpaðist inn í heilsubúðina í dag, ætlaði svona að athuga hvað væri í boði. Þar er t.d. hægt að kaupa Lindberg brauðmix (þó ég nenni yfirleitt ekki að baka, kaupi það bara tilbúið), kolvetnasnautt nammi o.fl. Nema hvað, sé ég ekki bara að það er komið fullt af Atkins gúmolaði :D. T.d. svona crispy súkkulaði, kexsúkkulaði (wafer) með mintubragði og með karamellubragði, og svona ávaxtastangir (reyndar líka til svoleiðis með súkkulaðibragði). Ávaxtatangirnar eru hugsaðar sem morgunverður og heita Morning Shine, til með jarðarberja, epla og súkkulaðibragði. Ég keypti sko smá af öllu til að prófa. Er nú samt ekki búin að éta þetta allt í dag, hahaha. Nei nei, ég fékk mér eitt svona lítið kexsúkkulaði með karamellubragði sem millibita áður en ég fór í ræktina og það var bara mjög mátulegt og gott. Ég vildi nefninlega ekki borða miðdegisverð fyrr en ég væri búin að fara í ræktina. Ætla svo að smakka ávaxtastöng á eftir ;)

Í gær fór ég aðeins að skoða matseðilinn sem fylgdi með Pilates diskunum mínum, en þar eru matseðlar fyrir 10 daga og uppskriftirnar með. Var svona aðallega að fá hugmyndir. Prófaði eina morgunverðarhugmyndina; notaði reyndar hafraklíð í stað hafragrjóna og útfærði hana aðeins á minn máta. En svona varð uppskriftin mín:

Hafraklíðisgóðgæti

15 gr (ca 1,5 msk) hafraklíð
75 ml vatn
50 gr kotasæla
5 gr (ca 1,5 msk) möndluspænir
1/2 banani
strásæta og kanill til að bragðbæta

Hafraklíð og vatn er hitað í örbylgjunni í ca 2 mínútur, hrært í. Kotasælunni þá blandað við og hitað í ca 15 sek í viðbót. 1/2 banani brytjaður út í, strásæta og kanill eftir smekk. Möndluspænunum stráð yfir.

Þetta var nú bara alveg stórfínt, skammturinn inniheldur ca 180 kkal. og 20 grömm kolvetni. Reyndar var upphaflega uppskriftin helmingi stærri, með meiri kotasælu og án strásætu og banana, en mér fannst þetta betra svona. Fékk mér svo eina Lindbergbrauðsneið með ;) En þetta var bara vel saðsamt og ágætis tilbreyting ;)

Matseðill dagsins er svona:

Morgunmatur: Hafraklíðisgóðgæti, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og kjúklingaáleggi.
Hádegismatur: Restin af kjúklingaréttinum frá því í gær.
Miðdegisverður: Karrýkjúklingasúpa með rækjum og harðsoðnu eggi.
Kvöldsnarl: Morning Sunshine með jarðarberjabragði, 1 sneið Lavkarb brauð með Ricotta og léttmarmelaði.
Millibiti: 1 pk. Läkerol, 1 epli.

Samtals gerði þetta u.þ.b. 1260 kkal. og 73 grömm kolvetni.

Þetta Lavkarb brauð er nýtt á markaðnum, en nafnið þýðir einmitt lágkolvetna ;) Það er reyndar ekki eins lágt í kolvetnum og Lindbergbrauðið, en mig langaði bara að prófa og breyta aðeins til ;)

Já, svo fór ég í ræktina og tók 35 mínútur á Orbitrekkinu og svo prógrammið mitt í salnum. Gerði síðan 120 magaæfingar. Tók syrpur með 20 magaæfingum og smá hvíld á milli. Gerði nokkrar mismunandi magaæfingar og tók bæði efri og neðri maga.

Já, ég er bara mjög ánægð með daginn ;)

Ég reyndi að kíkja á ykkur blog.central gellur í gær, en gat bara skoðað nokkrar og komst svo bara ekki inn á neinar blog.central síður. Þannig að ég gafst upp og fór bara að sofa. Vonandi er kerfið í betra skapi í kvöld ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home