Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Velgengnin heldur áfram

Ég er greinilega í einhverjum voða góðum gír núna. Ég nefninlega upplifi alltaf svona góð og svo erfiðari tímabil til skiptis í þessu átaki mínu. Núna er ég í góðu tímabili og þá er um að gera að reyna að nýta það sem best ;) Ég planaði daginn allan fyrirfram í gær, rosalega var það sniðugt. Svona leit það út:

Morgunmatur: Ricotta með blönduðum berjum og banana, smá möndluspænir yfir, 1 sneið Lindbergbrauð með L&L og roastbeef.
Hádegismatur: Karrý/kjúklingasúpa með rækum og harðsoðnu eggi.
Miðdegisverður: Ofnbökuð kjúklingabringa með gratíneruðu grænmeti.
Kvöldsnarl: 1 sneið sólkjarnabrauð skorið í tvennt, annar helmingurinn með L&L og kjúklingaáleggi, hinn með makríl í tómat, 125 ml léttjógúrt með mangó.
Millibiti: 1 Atkins crispy súkkulaðistykki.

Í heildina gerði þetta 1245 kkal. og 63 grömm kolvetni.

Ég var bara nokkuð dugleg í hreyfingunni í dag. Fyrst gerði ég 20 mínútna Pilatesprógrammið hér heima, og svo seinnipartinn fór ég í ræktina og orbaði í 45 mínútur í góðu púli. Svo gerði ég 5x20 magaæfingar (mismunandi) og bætti svo við 20 rassaæfingum ;)

Manni líður alveg svakalega vel eftir svona góðan dag :D. Bæði andlega hliðin og hin líkamlega er bara alveg í toppi ;). Já, og svo fór ég í Body Shop og keypti mér þörungasápu og skrúbbsvamp. Nú ætla ég að vera svolítið dugleg að nota þetta á magann, lærin og rassinn og gá hvort þessi svæði stinnist eitthvað fljótar við það. Og ef ekki þá er þetta samt svakalega gott. Svona eins og nudd/klór og bara voða þægilegt ;). Er alltaf af og til að hugsa um magann minn og svuntuaðgerð, en ég er bara ekki frá því að hengimaginn minn sé bara aðeins að minnka. Samt er nú nóg af honum ;). En það skaðar varla að prófa svona skrúbbdæmi ;).

Jæja, best að hátta krakkana og gera þessa venjulegu svefnrútínu. Kem svo aftur og fer bloggrúntinn ;). Takk fyrir öll komment stelpur, þið eruð ómissandi allar saman :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home