Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Vigtunardagur ;)

Ekki var ég ósátt við vigtina í morgun. Hún sýndi þessa fallegu tölu 70,1 kg :D. Það eru sem sagt farin 0,9 kg þessa vikuna... og eiginlega meira því ég þyngdist svolítið eftir kökudaginn þarna síðasta sunnudag ;). Kannski maður fari að sjá nýjan tug bráðum :D. Ég mældi sentimetrana líka og þetta var útkoman.:

Dagsetning:----25.jan.05----13.feb.05

Brjóst:-----------95-----------93
Mitti:------------72,5---------72
Magi:-------------87-----------?
Mjaðmir:----------91-----------88
Upphandleggur:----29,5---------29
Læri:-------------57-----------56
Kálfi:------------37,5---------37


Ég á í mestu erfiðleikum með að mæla magann og mjaðmirnar núna. Ég var alltaf með ákveðin kennileiti á líkamanum sem ég miðaði við, svo ég myndi mæla á sama stað, en núna er ég einhvernvegin búin að breytast þannig í vextinum að þetta er allt runnið saman, hehe. Veit ekki hvort þið skiljið mig, en allavegana þá verð ég annaðhvort að finna mér ný kennileiti eða bara sleppa þessari magamælingu. Eins og er þá verður hún einhvernvegin á alveg sama stað og mjaðmamælingin. Hef alltaf mælt magann þar sem hann er stærstur, þ.e. ljótu hangandi fituhúðfellinguna, og nú er hún einhvernvegin bara á sama stað og mjaðmamælingin. Já, þetta er ekki bara einfalt sko ;)

En í dag er mæðradagurinn hér og stelpurnar færðu mér morgunmat í rúmið. Svo sætar. Þær meira að segja pössuðu upp á að nota Lindbergbrauð og léttost, híhí ;): Algjörar dúllur. Ég fékk sem sagt tvær brauðsneiðar með L&L og léttosti. Þær komu reyndar með kalt harðsoðið egg líka, en ég hafði ekki alveg lyst á því svona eintómu (og fannst það ekki passa á brauðið með ostinum) svo ég fékk leyfi til að borða það bara seinna. Fékk mér svo eina léttjógúrt líka ;).

Jæja, ætla að reyna að gera eitthvað í þessum ruslahaug hér heima, ekki veitir af sko.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home