Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Er þetta eðlilegt?

Þegar ég er búin að borða þá fer ég nánast strax að hlakka til næstu máltíðar. Þegar ég fer að sofa á kvöldin er mín síðasta hugsun um morgunmatinn og hvað það verði nú æðislegt að fá að borða hann. Hahahaha. Maður er með mat á heilanum. Að sumu leyti finnst mér þetta rosalega gott, að geta notið svona máltíðanna minna. Að öðru leyti þá spái ég í hvort það sé virkilega eðlilegt að vera að hlakka svona til að borða. Hmm, jájá. Ég hef allavegana ágætis stjórn á mataræðinu mínu ;).

Annars ákvað ég að hafa daginn minn svolítið gúmolaðislegan í dag. Leyfa mér svolítið auka í dag, án þess að hafa þetta beinlínis sukkdag. Svona er planið:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L og léttosti, 125 mL léttjógúrt með jarðarberjum.
Hádegismatur: Hafraklíðisgóðgæti, 1 stk. Morning Shine m. súkkulaðibragði.
Miðdegisverður: Grilluð samloka úr Lindbergbrauði með léttosti, spægipylsu og skinku.
Kvöldsnarl: Bakað epli með hafraklíði yfir, kanill og möndlur ofan á, 1/2 dl þeyttur Crémefine og 30 mL low carb síróp.
Millibiti: Low carb bland í poka (hlaup og lakkrís), 1 pinnaís, 1 stk. Atkins caramel wafer, 1 stk. Atkins crispy súkkulaði.

Samtals gerir þetta um 1750 kkal. og 94 grömm kolvetni.

Þetta hafraklíði er alveg rosalega gott fyrir meltinguna stelpur, kemur sko öllu í gang, hehe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home