Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Skýrsla dagsins

Þessi dagur var nú svolítið erfiður líka, en munurinn er að ég er mjög ánægð með mig í dag þar sem mér tókst að standast freistingarnar ;). Var nú alveg að farast á milli miðdegisverðarnins og kvöldsnarlsins, enda borðaði ég miðdegisverð kl. 17 og var búin að plana að fá mér kvöldsnarl þegar ég kæmi heim úr vinnunni (búin 22:30 og svo er ég smá tíma að labba heim). En það sem bjargaði mér var Läkerol og þessu svakalega góði ChupaChup sykurlausi ávaxtasleikjó sem ég fann. Gat japlað á þessu og sefað sætinda og nartþörfina. Ég fór samt nokkrum sinnum inn í býtíbúr og opnaði ísskápinn og kexskápana, en lokaði þeim jafnharðan og þuldi í huganum NEI NEI NEI, ÞÚ ÆTLAR EKKI AÐ FÁ ÞÉR NEITT MEIRA FYRR EN ÞÚ KEMUR HEIM!!! Svo nú sit ég hér og gæði mér á hafraklíðisgóðgæti með góðri samvisku ;)

Ég gerði líka Pilatesæfingar í dag. Var búin að plana að taka bara 20 mínútna prógrammið, en ákvað svo að taka samt lengra og erfiðara prógrammið. Náði að vísu ekki að klára það vegna tímaskorts, en bætti það eflaust upp með labbinu mínu heim úr vinnunni.

Matseðillinn varð svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum annars vegar, og kjúklingasalati hins vegar.
Hádegismatur: Atkins Advantage Fruits of the Forest bar (prótínstöng).
Miðdegisverður: Grískt salat með kjúklingabringu, Kesella sem dressing, 1 epli.
Kvöldsnarl: Hafraklíðisgóðgæti.
Millibiti: 1 dós léttjógúrt með mangó og musli, 1 pk. Läkerol salvi, 2 mini BabyBel light, 1 pk. Läkerol salmiak, 1 ChupaChup sykurlaus ávaxtasleikjó.

Samtals gerði þetta um 1345 kkal. og 90 grömm kolvetni.

Og auðvitað vona ég að vigtin sýni aðeins minni tölu á morgun, hehe, en er samt alveg ákveðin að vera ekkert að svekkja mig ef svo verður ekki.

Það er karneval á leikskólanum á morgun og krakkarnir fengu að velja sér búninga í dag, algjörar rúsínur. Þau eru sem sagt orðin hress og fara í leikskólann á morgun ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home