Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Oh, pirr!

Netið var bilað hjá mér í allan gærdag. Það er fyrsta pirrið. Hitt pirrið er vigtin. Hún flöktir ekkert, hún fer bara jafnt og þétt upp um 100 grömm á dag. Ekkert smá pirrandi. En ég lifi í voninni að hún taki stökk niður á við bráðum.

Annars var matseðill gærdagsins svona, með kkal. fyrir Heiðu ;):

Morgunmatur:
2 sneiðar Lindbergbrauð - 50 gr. 122,5 kkal.
kjúklingasalat (majonessalat) - 25 gr. 72 kkal.
makríll í tómatsósu - 20 gr. 32 kkal.
Yoplait jógúrt 0,1% m. apríkósu 125 ml. 70 kkal.

Hádegismatur:
Tine jógúrt 0,1% m. berjum 125 ml. 83,8 kkal.
létta 5 gr. 18,4 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
tómatur 1/2 stk - 40 gr. 5,6 kkal.
hrökkbrauð 1 sneið 41,5 kkal.

Miðdegisverður:
nautagúllas 140 gr 140 kkal.
ólívuolía 1/2 msk. 50 kkal.
kjúklingabaunapottréttur 200 gr. 235,4 kkal.

Kvöldsnarl:
danskt rúgbrauð 1 sneið - 34 gr. 74,5 kkal.
roastbeef 22 gr. 31,2 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.

Millibiti:
kaffi m. mjólk 1,5 dl 15,4 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut Crunch bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals 1355,3 kkal. ef ég reikna þetta nákvæmlega. Yfirleitt námunda ég bara í næsta heila og hálfa tug. Kolvetnin voru um 97 grömm. Mér finnst bara verulega ósanngjarnt að ég sé að þyngjast á því að éta undir 1400 kkal. á dag, en svona er þetta bara stundum.

Í gær fór ég ekki í ræktina. Var ferlega þreytt þegar ég kom heim úr vinnunni, Bjöggi var að fara á námskeið og bæði Hjalti og Elísa voru veik heima. Þannig ég gerði bara ekki neitt. Enda er ég búin að fara í ræktina eða gera Pilatesæfingar heima 8 daga í röð, svo það var allt í lagi að taka sér einn frídag.

En já, ég ætlaði sko að segja ykkur að ég keypti uppskriftabók eftir dr. Fedon Lindberg og líst svakalega vel á uppskriftirnar hans. Kjúklingabaunapottrétturinn er t.d. upp úr þeirri bók og hann var alveg svakalega góður. Ef þið viljið uppskriftina þá er hún svona:

2 dósir (400 gr hvor) niðursoðnar kjúklingabaunir (það gera tæplega 500 grömm af soðnum kjúklingabaunum).
2 stórir laukar.
1 stórt hvítlauksrif.
1 dós niðursoðnir tómatar (400 gr).
1 msk. karrí.
1 msk. paprikuduft.
1 stórt, frekar súrt epli.
2 msk. ólívuolía.
1 msk. sojasósa.
fersk steinselja til að skreyta

Skolið kjúklingabaunirnar í köldu vatni og látið renna af þeim. Laukurinn er grófsaxaður og steiktur í olíunni í botninum á potti. Karrí og paprikuduft sett út í og hrært vel í. Eplin skorin í bita og bætt út í. Hvítlauksrifið er hakkað smátt og sett út í ásamt tómötunum og sojasósunni og hrært vel í. Allt látið malla í 25 mínútur. Kjúklingabaununum er þá bætt út í og hitað í smá stund. Fersk steinselja klippt yfir til að skreyta. Borið fram með steiktum kjötréttum eða bara eitt og sér.


Mér reiknaðist til að í 100 grömmum af réttinum væru ca 118 kkal., 6,9 grömm prótein, 2,7 grömm fita og 16,5 grömm kolvetni. Mæli með þessu sko ;) Örugglega líka rosa gott í tortillas og svona mexíkanskt dótarí ef einhver má borða svoleiðis.

Já og svo bjó ég til nýjan tenglaflokk fyrir skvísur sem eru ekki beint með átaksblogg, en samt með smá svoleiðis pælingar af og til ;)