Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

föstudagur, febrúar 18, 2005

Lítill tími til að blogga

Ætla bara að setja inn smá skýrslu.

Var sem sagt á næturvakt s.l. nótt og borðaði þess vegna heldur meira en venjulega, en svona er það bara alltaf þegar ég fer á fyrstu næturvaktina og er að snúa sólarhringnum við. Meika ekki heila nótt án þess að borða neitt. En ég held að ég hafi samt komist ágætlega frá þessu:

Morgunmatur:
danskt rúgbrauð 1 sneið - 32 gr 70,1 kkal.
Lavkarbo brauð 1 sneið - 30 gr 74,7 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
roastbeef 22 gr. 31,2 kkal.
makríll í tómat 20 gr. 32 kkal.
Yoplait 0,1% með jarðarberjum og appelsínum 125 ml 66,2 kkal.

Hádegismatur:
kjúklingabaunaréttur 200 gr. 235,4 kkal.
Lindbergbrauð 1 sneið - 23 gr. 56,4 kkal.
L&L 5 gr 19 kkal.
kjúklingaálegg 13 gr. 11,7 kkal.

Miðdegisverður:
gratínerað grænmeti 120 gr. 157 kkal.
nautagúllas 140 gr. 140 kkal.
ólívuolía 1/2 msk 50 kkal.

Kvöldsnarl:
Ekkert, miðdegisverðurinn varð svo seinn á ferðinni.

Millibiti:
Yoplait 0,1% apríkósu m. musli 150 gr. 111 kkal.

Nætursnarl:
Atkins crispy bar 1 stk. - 30 gr 138 kkal.
ávaxtasleikjó low carb 1 stk - 13 gr. 32,1 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.
brokkoli/ostasúpa 350 ml 210 kkal.
mini BabyBel light 2 stk. 95 kkal.

Samtals var þetta 1620,8 kkal. og 127,5 grömm kolvetni.

Vigtin fór loks aðeins niður á við þegar ég steig á hana þegar ég vaknaði í dag. Vonandi fer hún ekki beint upp aftur á morgun, er orðin hundleið á að hún fari upp þegar ég er ekkert að svindla. Annars dreif ég mig í ræktina í gær og orbaði og tók tæki, og fór svo líka í dag og tók Tripp Trapp 1, fínt púl ;)

Er búin að plana matseðilinn í nótt, sjáum hvort það stenst ;) Set þetta inn á morgun.

Hef því miður ekki tíma í bloggrúnt núna, en tek hann á morgun ;) hafið það gott stelpur og strákar og munið eftir Léttum réttum ;)