Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, febrúar 28, 2005

Þriðji í sukki...

... neeeee, bara smá grín ;) Enginn þriðji í sukki hér sko. Það er sko alveg nóg að sukka tvo daga og ég verð nú bara að viðurkenna að það var voða gott að fara bara aftur í hollustufæðið. Óþarfi að skemma meira en þegar er búið að gera :Þ. Vona að þessi blessuðu sukk-kíló fari hratt af mér. Fór í ræktina í kvöld og tók 45 mínútur á Orbitrekkinu og gerði svo helling af magaæfingum og nokkrar læraæfingar. Matseðill dagsins var svona:

Morgunmatur:
Atkins Morning Shine m. eplabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.

Hádegismatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 44 gr. 107,8 kkal.
kjúklingasalat 25 gr. 72 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
roastbeef 14 gr. 19,8 kkal.
Yoplait 0,1% m. jarðaberjum og appelsínum 125 mL. 66,2 kkal.

Miðdegisverður:
villihrísgrjón 10 gr. 35,7 kkal.
brún hrísgrjón 43 gr. 150,5 kkal.
kjúklingur 100 gr. 144 kkal.

Kvöldsnarl:
vínber 100 gr. 75 kkal.
epli 160 gr. 76,8 kkal.
banani 56 gr. 50,4 kkal.

Millibiti:
Läkerol cactus 1 pk. 26,9 kkal.
Atkins caramel bar 1 stk. - 24 gr. 89 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Heildartölurnar voru því 1314,1 kkal. og um 116 grömm kolvetni. Já, eins og glöggir sjá þá setti ég hrísgrjón inn í mataræðið mitt. Hef ekki borðað hrísgrjón nema í algjörum undantekningartilvikum síðan ég byrjaði í átakinu. En núna ætla ég að prófa að leyfa mér svona gróf hrísgrjón af og til. Eiga víst að vera miklu hollari (og svo eru þau bara miklu betri). Kom mér reyndar á óvart að sykurstuðull þeirra er bara mjög svipaður sykurstuðli venjulegra hrísgrjóna. Svolítið misjafnt reyndar eftir tegundum hrísgrjóna.

Jæja, best að kíkja smá bloggrúnt og slappa svo af fyrir framan sjónvarpið með Atkins prótínstöngina mína ;)