Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þynnka :Þ

Jamm, ég er svolítið þunn. Ekkert alvarlega samt. Þetta varð bara fínasti dagur í gær. Át náttúrulega eins og svín, með GÓÐRI samvisku, hehehe. Drakk svo fullt af bjór, sem reyndar var bæði lágkaloríu og lágkolvetna. Sat og kjaftaði við vinkonu mína til miðnættis og svo fór ég nú meira að segja í bæinn á djamm. Önnur vinkona mín var í afmæli og ég ákvað að hitta hana í bænum og djammaði svo með henni fram á rauða nótt.

Vigtin var auðvitað töluvert hærri í morgun, 71,3 kg sýndi hún mér, en ég vissi nú alveg að svona sukk hefði sínar afleiðingar ;). En í dag er ég aftur komin í hollustuna. Set inn matseðilinn seinna í kvöld. Meika enga hreyfingu í dag, ætla bara að vera þunn í friði, en ég fór nú í ræktina í gær í Tripp Trapp 2 tíma ;)

Það eru alltaf að bætast við átaksbloggarar ;D. Endilega kíkið á þessa nýjustu. Þetta er nú alveg þrælsniðugt. Við vorum sko ekki svona margar þegar ég var að byrja á þessu átaksbloggi fyrir ári síðan ;)