Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, mars 03, 2005

Skrúbb og bón, breyttur lífsstíll o.fl.

Bara svona til að svara ykkur aðeins ;) Takk annars fyrir öll kommentin og mikið rosalega leið mér vel með að þið tókuð svona vel í þetta. Já, líklega var bara alveg kominn tími á smá slökun, þetta var farið að verða aðeins of mikil pressa á mig að missa kílóin hraðar. Mér finnst voða gott núna að geta bara haldið mínu striki og þurfa ekkert að hafa samviskubit þó ég verði ekki kílói léttari á hverjum sunnudegi ;). Með breyttan lífsstíl... ég hef engar áhyggjur af því að geta ekki haldið þessu. Ég er nú búin að vera meira eða minna í þessu mataræði í rúmlega tvö ár, þó ég hafi breytt því smátt og smátt yfir þennan tíma. Þannig að í raun held ég að ég geti alveg sagt að ég sé fyrir löngu búin að breyta mínum lífsstíl. Ég mun aldrei, aldrei, aldrei fara aftur í fyrri lífsstíl. Þó svo að ég taki kannski einhverja sukkdaga af og til, og einhver sukktímabil yfir hátíðir og frí, þá veit ég að ég mun aldrei festast í slíkum vibba aftur. Ég mun aldrei leyfa mér það.

Með skrúbbið og bónið, þ.e. þetta stinningarkrem, þá fór ég nú bara í Body Shop og keypti mér þörungasápu og svo einhvern skrúbbsvamp. Nota þetta alltaf í sturtunni, sápa fyrst og skrúbba svo, aðallega maga, rass, læri og brjóst, og síðan ber ég á mig Stretchmark Corrector frá L'Oréal á sömu svæði. Þetta hef ég gert nánast daglega núna í ca 3 vikur og sé strax árangur ;)

Jæja, ég ætla að drífa mig í ræktina, skrifa inn matseðilinn í kvöld ;)