Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, mars 05, 2005

Alltaf sama draslið

Merkilegt hvað manni getur orðið lítið úr verki þó maður hafi ætlað sér heilan helling. Sko, ég byrjaði á því fyrir hádegi að vaska upp hauginn sem er inni í eldhúsi og kláraði svona helminginn, þá var heita vatnið búið í bili. Jamm, svona er að búa í útlöndum. Þá tók ég mér pásu og fékk mér að borða, setti krakkana í bað og gaf þeim svo að borða. Síðan tölvaðist ég smá og fór svo í ræktina. Tók orbitrekk í 40 mínútur, síðan prógrammið mitt í tækjunum og svo slatta af magaæfingum. Fékk mér próteindrykk eftir æfinguna, enda vissi ég að ég kæmist ekki til að hafa miðdegisverðinn fyrr en seint.

Eftir ræktina fórum við fjölskyldan að keyra út símaskrár. Það eru sko skátarnir sem taka þetta að sér, fá borgað fyrir þetta, og þar sem elsta dóttlan er í skátunum þá vorum við að þessu. Þetta er ein helsta tekjulind skátahreyfingarinnar hér í Fredrikstad og svona eiginlega það eina sem er hálfpartinn ætlast til að foreldrar barnanna bjóði sig fram í. Enda finnst mér sjálfsagt að gera eitthvað svona smotterí. Við vorum ekkert mjög lengi að þessu, kannski svona klukkutíma, enda var þetta bara restin. Kallinn og elsta stelpan voru búin að fara með meiripartinn af þessu (á meðan ég þóttist vera að vaska upp og taka til). En allavegana þá var klukkan orðin 19 þegar við komum heim og þá var matur og svo sit ég bara núna og letingjast á meðan krakkarnir leika sér. Fer bráðum að koma þeim í bólið og eftir það efast ég um að ég nenni að gera neitt meira í tiltektinni, langar bara að slappa af ;). Þannig að þetta verður svona á morgun segir sá lati ;)

Annars finnst mér alveg afskaplega gott að vera EKKI í megrun, þurfti sko alveg á þessu að halda finn ég. Hér er nú samt matseðillinn minn ;)

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 43 gr. 105,4 kkal.
L&L 10 gr. 38 kkal.
roastbeef 23 gr. 32,4 kkal.
Yoplait 0,1% m. aprikósum og musli 150 gr. 111 kkal.

Hádegismatur:
Spelt-tortilla með linsubaunasalsa
spelt tortillakaka (án sesamfræja) 1 stk. 183,5 kkal.
linsubaunasalsa 180 gr. 169 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
Kesella 50 gr. 70 kkal.

Miðdegisverður:
Örbylgjuýsa
ýsa 125 gr 108,8 kkal.
wok grænmeti 120 gr. 36 kkal.
kotasæla 80 gr. 76,8 kkal.
karrí 1/2 tsk. 4,5 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Millibiti:
sítrónukaka 67 gr. 219,2 kkal.
Crémefine þeyti 25 gr. 47,5 kkal.
low carb síróp 10 gr. 5,8 kkal.
Prótíndrykkur 250 ml. 142,5 kkal.
Läkerol salvi 1 pk. 25,3 kkal.
hlaupkarlar 24 gr. 79,7 kkal.

Samtals gerir þetta 1693,5 kkal. og um 131 grömm kolvetni.

Jæja, best að hjálpa þessum grísum að hátta og bursta tennurnar og lesa svo eina bók fyrir þau.