Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, mars 10, 2005

Fínn dagur í dag ;)

Bara nokkuð fallegt og gott veður og það er að koma vorfílingur í mig. Dagarnir eru orðnir bjartari, sólin skín meira og það er hætt að vera frost ;). Svo sem ekkert merkilegt að frétta, bara hollusta eins og venjulega, ræktin eins og venjulega o.s.frv. Eldaði svakalega góðan fiskrétt í kvöld og smellti uppskriftinni að sjálfsögðu inn á Létta Rétti. Þetta var steikt ýsa með karrí, kókos og möndlum, alveg rosalega gott ;). Annars var matseðillinn svona í heild sinni:

Morgunmatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkal.
léttsmurostur 20 gr. 28 kkal.
skinka 2 sn. - 24 gr. 22,4 kkal.
jalapenjo 8 gr. 1,4 kkal.
tómatar 20 gr. 2,8 kkal.
Yoplait 0,1% m. mango 125 gr. 65 kkal.

Hádegismatur:
spelt pizza frá í gær 170 gr. 393,6 kkal.

Miðdegisverður:
Stekt ýsa með kókos og möndlum:
ýsa 155 gr. 135 kkal.
karrí 1/2 tsk. 4,5 kkal.
kókosmjöl 5 gr. 35 kkal.
möndluspænir 5 gr. 30,4 kkal.
eggja/mjólkurhræra 10 gr. 10,9 kkal.
olía 1/2 msk. 50 kkal.
ferskt salat 80 gr. 11,1 kkal.
kotasæla 50 gr. 48 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Decadence bar 1 stk. - 60 gr. 227 kkal.

Millibiti:
epli 167 gr. 80,2 kkal.
Ávaxtasalat m. Crémefine og low carb sírópi:
banani 42 gr. 37,8 kkal.
epli 87 gr. 41,8 kkal.
jarðarber 65 gr. 19,5 kkal.
hindber 33 gr. 6,9 kkal.
Crémefine 32 gr. 51,2 kkal.
low carb síróp 20 gr. 11,6 kkal.
möndluspænir 10 gr. 60,9 kkal.

Samtals gerði þetta 1565,5 kkal. og um 136 grömm kolvetni.

Jæja, ætli Hjalti verði ekki aftur heima á morgun. Hann er aftur kominn með hita (var sko í fínu lagi í dag og fór á leikskólann) og hóstar svo mikið að hann kúgast og kastar upp. Greyið. Vonandi verður mér samt eitthvað úr verki hér heima á morgun þó hann sé með mér ;)

Annars ætla ég bara að koma krökkunum í rúmið bráðum og svo kíki ég bloggrúnt á eftir. Vonandi verður blog.central.is ekki eins leiðinlegt og það var í gær, þá gafst ég upp á að rúnta. Kláraði svo að kíkja á síðurnar í morgun ;) Síjú görlís og vonandi verður kvöldið gott.