Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, mars 08, 2005

Þreytt, þreytt, þreytt!

Úff já, ég er sko þreytt. Vinna til kl 15, sótti svo krakkana, dreif mig í ræktina, svo með alla á basar hjá skátunum hennar Elísu, síðan í búð að kaupa pizzu (nennti sko ekki að elda), svo gefa krökkunum að éta, gefa sjálfri mér að éta (ekki pizzu ;), passa að systkinin myrði ekki hvort annað, gera nokkrar papprírsskutlur fyrir Hjalta, knúsa og hugga Örnu sem er svo illt í maganum, reyna að sleikja fýluna úr Elísu sem finnst við voða óréttlát að við skyldum biðja hana að færa sig svo Arna geti legið í sófanum... o.s.frv., o.s.frv. Jájá, svona eru bara sumir dagar, verð nú að viðurkenna að ég hlakka til þegar þessi yndislegu börn mín fara að sofa í kvöld ;). Ég er í fríi á morgun og vá hvað ég er fegin :D.

Annars er dagurinn bara búinn að vera rosalega fínn. Hér er matseðillinn:

Morgunmatur:
Hafraklíðisgóðgæti með létt Kesam í stað kotasælu (átti sko ekki kotasælu):
hafraklíði 15 gr. 49,5 kkal.
létt Kesam 50 gr. 37 kkal.
strásæta 5 ml. 1,6 kkal.
kanill 1/2 tsk. 9 kkal.
möndluspænir 10 gr. 60,9 kkal.
banani 45 gr. 40,5 kkal.
rúsínur 20 gr. 59,8 kkal.
Lindbergbrauð 23 gr. 56,4 kkal.
makríll í tómat 20 gr. 32 kkal.

Hádegismatur:
gróft rúnnstykki 75 gr. 190,5 kkkal.
egg soðið 1 stk. 71,5 kkal.
létta 10 gr. 36,8 kkal.
tómatar 20 gr. 2,8 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.

Miðdegisverður:
Karrírækjur með grænmeti
wok grænmeti 200 gr. 60 kkal.
risarækjur 105 gr. 94,5 kkal.
ostur 16% 50 gr. 136 kkal.
karrí 1 tsk. 9 kkal.

Kvöldsnarl:
Yoplait 0,1% m. ananas 125 gr. 67,5 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
epli 150 gr. 72 kkal.
vínber 200 gr. 150 kkal.
Läkerol cactus risa 30 gr. 35,1 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals gerir þetta 1656,6 kkal. og ca 150 grömm kolvetni.

Fer bloggrúnt á eftir þegar allt er komið í ró hér ;)