Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, mars 07, 2005

Úbbasí, nammi ER hættulegt!!!

Vá hvað nammi getur verið lúmskt. Okkur var gefið svona box með Ferrero Rocher molum, hrikalega gott, og ég fékk mér fjóra mola. Svo þegar ég kom heim og fór að skoða á netinu hvað einn svona moli inniheldur mikið af hitaeiningum þá fékk ég nú bara sjokk. Einn moli innheldur alveg 75 kkal. Váts! Þannig að þessir fjórir sakleysislegu molar sem ég fékk mér bættu heilum 300 kkal. við heildarkaloríufjöldann minn. Jæja, veit það næst hvað þetta er svakalega lúmskt. Ég meina, einn venjulegur konfektmoli inniheldur "ekki nema" um 45 kkal. Ég nenni reyndar ekki að setja inn matseðilinn núna, var á kvöldvakt, morgunvakt í fyrramálið, svo ég ætla að fara að sofa bráðum. En heildartala dagsins var um 2070 kkal. og 154 grömm kolvetni. Allt of mikið :S. En þetta verður ekki aftur tekið, verð miklu duglegri á morgun. Mér finnst líka kvöldvaktirnar oft svo erfiðar svona matarlega.

Ég fór heldur ekki í ræktina í dag, en það var alveg með vilja gert. Finnst alveg nóg að fara sex sinnum í viku og eiga einn dag frí ;)

Jæja, ætla aðeins að kíkja á bloggin ykkar, sé hvað ég kemst langt ;)