Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, mars 09, 2005

Spelt pizza, namminamm :D

Já, ég bakaði sko speltpizzu áðan. Notaði reyndar ger, en ekki lyftiduft eins og stendur í uppskriftinni á Léttum Réttum. Setti á hana tómatpuré, léttost, ólívur, jalapenjos og skinkubita. Svakalega gott ;D. Hér er matseðill dagsins:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sneiðar - 39 gr. 99,6 kkal.
makríll í tómat 20 gr. 32 kkal.
L&L 5 gr. 19 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
jalapenjo 10 gr. 1,75 kkal.
Yoplait 0,1% m. bláberjum 125 gr. 67,5 kkal.

Hádegismatur:
Steikt nautagúllas með fersku salati
blandað salat með ólívum og jalapenjos 163 gr. 57,6 kkal.
nautagúllas 140 gr. 140 kkal.
olía 1/4 msk. 25 kkal.
jógúrtdressing 25 gr. 57,5 kkal.

Miðdegisverður:
spelt pizza m. skinku, jalapenjos o.fl. 200 gr. 463 kkal.

Kvöldsnarl:
Atkins Advantage Fruits og the Forest bar 1 st. - 60 gr. 255 kkal.

Millibiti:
Atkins súkkulaði 1 stk. - 30 gr. 142 kkal.
vínber 200 gr. 150 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Heildin gerði samkvæmt þessu 1757,2 kkal. og 117 grömm kolvetni.

Ég fór í ræktina as usual ;). Tók 50 mínútur á Orbitrekkinu. Ég er loksins nýlega farin að sjá góðan mun á púlsinum mínum þegar ég er að púla svona, miðað við hvernig ég var fyrst. Eða kannski er ég bara að fatta þetta núna. Ég náttúrulega hef aukið þyngdarstigið mikið og einnig hraðann. En allavegana held ég að ég sé bara með ágætt þol ;). Ég byrja yfirleitt á þyngdarstigi 7 og hraða 62, svo eyk ég þyngdarstigið um 1 á 5 mínútna fresti. Hraðann eyk ég smám saman upp í 72-73 og lækka svo aðeins í restina niður í 64-66. Síðustu 5 mínúturnar tek ég alltaf sem cooldown og þá fer ég niður í þyngdarstig 5-6 fyrst og það lækkar svo um 1 á mínútu fresti, niður í 1. Í cooldowninu er ég á hraða 52 og næ niður púlsinum. Ef ég tek prógrammið mitt í salnum eftir Orbitrekkið þá tek ég bara 35 mínútur á því. Ef ég er bara að brenna þá tek ég 50 mínútur. Svo tek ég alltaf magaæfingar og teygjur eftir þetta.

En allavegana, púlsinn minn eykst náttúrulega eftir sem ég eyk álagið og hraðann, en þegar ég er á svona meðalróli, búin að vera ca 20-30 mínútur á Orbitrekkinu, þá er hann oftast í kringum 140-150, sem mér finsnt bara mjög fínt. Þegar ég tek lengri tímann á Orbitrekkinu þá er þetta nú orðið frekar mikið erfiði þegar ég er komin upp í þyngdarstig 14-15 og þá fer nú púlsinn oft upp í 170 og aðeins yfir. En hann er fljótur að jafna sig um leið og ég fer í cooldownið, sem er líka merki um gott þol ;)

Já, meira um ræktina. Stelpur, farið þið stífmálaðar í ræktina? Ég sé sko fullt af stelpum þarna alveg þvílíkt meikaðar með flottar hárgreiðslur og voða sætar, að fara í ræktina að púla. Er bara að spá í hvort þær geri þetta sérstaklega fyrir ræktina, eða hvort þær séu bara að koma svona úr vinnu eða skóla. Auðvitað eru líka fullt af stelpum eins og ég, sem nenna ekkert að punta sig fyrir púlið ;)

Annars sé ég stundum eina stelpu að æfa þarna sem kæmi mér ekkert á óvart að væri með anorexíu. Mér finnst svo sorglegt að sjá hana. Hún er alveg svakalega grönn, með ekkert mitti, bara alveg bein svona niður. Hef séð hana þegar hún er að skipta um föt og rifbeinin og rófubeinið sjást svo greinilega. Svo er hún með þessi þvílíku silikonbrjóst að útkoman er bara hræðileg, hreint og beint. Það má svo sem vel vera að hún sé bara mjög grönn að eðlisfari, en þessar rosa júllur stinga svo í stúf við restina af líkamanum að hún virkar alveg svakalega, óeðlilega mjó. Hún er stælt með flotta vöðva, en allt of mjó. Jámm, það eru til vandamál í báðar áttir.

Jæja, hætt þessu röfli. Kíki bloggrúnt í rólegheitum þegar ég er búin að koma krökkunum í rúmið ;)