Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, mars 15, 2005

Hress og spræk ;D

Fínasti dagur í dag. Búin að jafna mig eftir næturvaktirnar og það er líka svo gott að vera í fríi ;). Fór í ræktina áðan, það var svakalega gott. Var eiginlega komin með fráhvarfseinkenni, hahaha! Matarlega séð er dagurinn líka búinn að vera fínn. Fyrir utan kannski eina brownie sem ég fékk mér þegar ég kom heim glorsoltin eftir ræktina. Annars er ég ekki með neitt samviskubit yfir henni, leyfði mér hana ;). En svo eldaði ég alveg dásamlega laxasúpu upp úr uppskriftabókinni hans Lindbergs, smelli uppskriftinni inn á Létta Rétti, auðvitað. Setti hana bæði undir súpur og fiskréttir. Svo gerði ég einhverja tilraunastarfsemi og bjó til einhverskonar ís með kiwi. Hann hefði verið rosalega góður ef það hefði ekki verið eitthvað rammt bragð sem skemmdi svolítið fyrir. Er að spá hvort það sé Canderelið sem hentar illa í þetta í svona miklu magni, eða hvort það sé eitthvað annað. En ég ætla bara að prófa mig áfram síðar og nota þá kannski aðra tegund af gervisætu, eða bara frúktósa. Set inn uppskriftina þegar ég er búin að finna út úr þessu ;). En svona var matseðillinn:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 38 gr. 93,1 kkal.
léttsmurostur 10 gr 14 kkal.
skinka 13 gr. 12,1 kkal.
jalapenjo 5 gr. 0,89 kkal.
túnfiskssalat á la Lotta 30 gr. 19 kkal.
Yoplait 0,1% m. hindberjum 125 gr. 68,8 kkal.

Hádegismatur:
gískt salat 1 sk. 138,5 kkal.
kjúklingabringur 125 gr. 132,5 kkal.
Tzatziki (létt Kesam, rifnar gúrkur og hvítlauksduft) 50 gr. 46,6 kkal.

Miðdegissnarl:
Cultura 150 gr. 66 kkal.
rúsínur 20 gr. 59,8 kkal.
banani 48 gr. 43,2 kkal.
epli 50 gr. 24 kkal.
strásæta 5 ml. 1,65 kkal.

Kvöldverður:
laxasúpa 285 gr. 194,7 kkal.
Lindbergbrauð 1 sneið - 25 gr. 61,2 kkal.
túnfiskssalat á la Lotta 25 gr. 15,8 kkal.

Millibiti:
Atkins Morning Shine m. súkkulaðibragði 1 stk. - 37 gr. 137 kkal.
brownie 56 gr. 227,6 kkal.
kiwi-ís 150 gr. 171,4 kkal.
Atkins Morning Shine m. jarðarberjabragði 1 stk. - 37 gr. 145 kkal.

Í heildina gerði þetta 1672,8 kkal. og 129,4 grömm kolvetni. Annars er ég að hugsa um að hætta bara að skrifa inn þessi blessuðu kolvetnagrömm núna. Er ekkert að passa mig sérstaklega á þeim, vil bara ekki að þau fari mikið yfir 130-150 grömm. Ég reyni að velja góð kolvetni og læt það bara duga ;).

Annars ákvað ég að gerast áskrifandi að heilsublaði sem heitir i FORM. Líst rosalega vel á það. Keypti eitt eintak í dag (er ekki byrjuð að fá þetta sent heim) og það var voða gaman að lesa það. Allskonar skemmtilegur fróðleikur. Las t.d. að pizzur eru bara ansi hollar, og þá vegna áleggsins á þeim. Þá er sérstaklega verið að tala um tómatsósu, ost, ansjósur, túnfisk, hvítlauk og svo allt grænmetið. En rannsóknir sýna að þeir sem borða pizzur átta sinnum í mánuði minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um meira en 56% ;). Svo étið bara pizzur stelpur, hahaha! Kannski bara passa að hafa þunnan botn og ekki hafa þær löðrandi í slæmri fitu (enda ítölsk rannsókn og ítalskar pizzur eru nú ekki þekktar fyrir þykka botna, auk þess sem þeir nota eflaust aðallega ólívuolíu þarna, sem er bráðholl auðvitað ;).