Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, mars 14, 2005

Frekar löt í dag ;)

Nenni bara ekki að spanast til að fara í ræktina áðan. Ég er búin að vera á fullu að stússast síðan ég vaknaði eftir næturvaktalúrinn. Fyrst þurfti ég að útrétta ýmislegt í bænum, svo keyrði ég Elísu á skátafund, síðan kallinn á leikskólafund, fór svo heim með litlu krakkana og fékk mér að borða. Síðan sótti ég Elísu í skátana og svo auðvitað kallinn á fundinn og svo heim. Þá var klukkan orðin rúmlega hálfníu og ræktin lokar klukkan tíu. Ég bara hreinlega nennti ekki að spanast þangað til að geta tekið 45 mínútur á Orbitrekkinu. Svo það er bara letikvöld í kvöld. Langaði líka bara að vera heima í rólegheitum, koma krökkunum sjálf í rúmið og lesa fyrir þau. Smá svona kósí stund með þeim ;). Er náttúrulega ekkert búin að gera það alla helgina vegna næturvaktanna. En ég fer pottþétt á morgun í ræktina, meika ekki að vera lengur í hreyfingarleysi ;). Set ekki inn neitt matseðil í dag, máltíðarnar enn í rugli og ég ekki búin að snúa sólarhringnum við, en það kemur matseðill á morgun.

Best að reyna að komast bloggrúnt ;)