Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi

Mmmmmm, ég er nefninlega að baka. Er að baka eplascones... eru scones það sama og múffur? Reyndar smá tilraunastarfsemi þar sem ég breytti aðeins uppskriftinni (ekki mikið). Ég þorði ekki að nota strásætu þar sem ég á bara Canderel, notaði bara smá frúktósa í staðin og þá set ég frekar bara smá low carb síróp ofan á þær ef mér finnst þær ekki nógu sætar. Svo áttu þetta eiginlega að vera bláberjascones, en ég ákvað að hafa þetta eplascones í staðin þar sem ég átti ekki nein bláber. En uppskriftina fann ég á www.atkins.com og er einmitt með svona Atkins bökunarmix, uppgötvaði að það fæst í allavegana einni búðinni hér og varð að prófa ;) Allavegana er lyktin góð ;D. En ég ætla að biðja mömmu að senda mér Splenda sætuefni, það er víst mjög fínt í bakstur og matargerð. Bara verst að það fæst ekki hér, eins og svo margt annað :S. Jæja, læt ykkur vita á eftir hvernig þetta góðgæti bragðast ;)