Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, mars 19, 2005

Hálfslöpp

Já, eitthvað er ég ekki alveg í formi í dag. Fór í ræktina í morgun, í Tripp Trapp 2. Þar bara fór maginn á mér að hringsnúast og mér varð eitthvað svo óglatt að ég gat ekkert tekið á eins og ég vildi. Þurfti bara að stoppa á tímabili og reyna að jafna mig. Það var eitthvað óvenju mikið um svona jafnfætis hopp í þessum tíma og það bara sneri maganum mínum við. En ég var sem betur fer búin að fara á Orbitrekkið áður en tíminn byrjaði og tók 25 mínútur þar, þannig að í heildina held ég að þetta hafi nú verið ágætis æfing. Tók svo alveg magaæfingar og armbeygjur eftir pallaspriklið. Svo lagði ég mig þegar ég kom heim og vaknaði með einhvern helvítis kverkaskít, er bara illt þegar ég kyngi. Samt ekki nógu illt til að vilja ekki borða, hahahaha. Hér er matseðill dagsins:

Morgunmatur:
Lindbergbrauð 2 sn. - 45 gr. 110,2 kkal.
low carb súkkulaðiálegg 10 gr. 49,1 kkal.
léttsmurostur 10 gr. 14 kkal.
skinka 12 gr. 11,2 kkal.
Yoplait 0,1% m. jarðarberjum og appelsínum 125 gr. 66,2 kkal.
vínber 50 gr. 37,5 kkal.

Hádegismatur:
spelt pizza frá í gær 170 gr. 369,1 kkal.

Miðdegissnarl:
Lindbergbrauð 1 sn. - 26 gr. 63,7 kkal.
túnfiskssalat 25 gr. 15,8 kkal.
eplamúffa 1 stk. 186,3 kkal.
low carb síróp 20 gr. 11,6 kkal.
Crémefine þeyti 30 gr. 57 kkal.

Kvöldverður:
laxasúpa 285 gr. 194,7 kkal.

Millibiti:
low carb hlaup 30 gr. 61,5 kkal.
toffe square 2 stk. - 30 gr. 114 kkal.
hlaup 2 stk. - 8 gr. 26,6 kkal.
Atkins Advantage Hazelnut bar 1 stk. - 60 gr. 236 kkal.

Samtals gerir þetta 1624,5 kkal. Já mér finnst Advantage barirnir mjög góðir, þeir fullnægja sætindaþörfinni og gera mig líka sadda ;) Annars át ég aldrei Advantage barinn sem ég var búin að plana handa mér í gær, steinsofnaði nefninlega yfir sjónvarpinu ;). En ég held þyngdinni. Verður fróðlegt að sjá hvernig hún verður á morgun. Svo ætla ég að hitta leiðbeinandann minn í ræktinni á morgun og fá nýtt prógramm. Ætla líka að athuga hvort ég geti fengið fitumælingu, langar rosalega að sjá hver fituprósentan er.

Jæja, farin að rúnta ;)
______________________________________________________________

Smá viðbót, það bættist við matseðilinn smá meira low carb nammi og slatti af vínberjum, þannig að heildartalan endaði í 1843 kkal. Jájá, bleble, svona var það bara ;)