Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, mars 24, 2005

Furðulegur dagur

Dugleg eða ekki dugleg, hmmm! Allavegana ekki eins dugleg í mataræðinu og ég hef verið. En samt ekki svona sukk eins og ég tók í gær ;) En er voða eitthvað afslöppuð í mataræðinu og frekar óskipulögð. Fékk mér tvær krembollur í dag, annars ekkert sem er á bannlista, en er búin að borða helling samt. Samt var ég að fatta að ég hef ekkert kjöt borðað í dag. Jú, reyndar roastbeef álegg og egg með. Annars hefur dagurinn einkennst af brauði, bæði sólkjarna og Lindberg, og banönum, hahaha. Ætla nú að reyna að hafa almennilegan dag á morgun. Drullaðist til að taka til í eldhúsínu í dag og ætla að elda eitthvað almennilegt á morgun. Heildarhitaeiningafjöldi dagsins var um 2000 kkal. Eiginlega of mikið fyrir minn smekk, en hey, það er páskafrí :Þ Ég fór allavegana í ræktina og tók 35 mínútur á Orbitrekkinu og fór svo í gegnum prógrammið mitt í salnum. Jæja, ætla að fara að róa krakkagrísina og svo ætla ég að horfa á einhverja miniseríu eftir Stephen King á eftir. Fyrsti þáttur af þremur í kvöld ;) Reyni svo að kíkja bloggrúnt á eftir.