Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Vííí, ég á TAB X-tra :D

Oh hvað það er nú gott :D Er ómöguleg án þess að eiga eitthvað svona diet cola gos ;D

En jájá, dagurinn í dag hefur bara verið fínn, datt svolítið í kolvetnissnauða nammið, varð bara að fara að versla smá fyrst ég eignaðist pínu pening :Þ En svona var dagurinn:

Brunch: Egg og beikon.
Miðdegisverður: Stroganoff grýta með steiktu grænmeti.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: Ca 55 grömm low carb súkkulaði, 9 low carb karamellur og 1 pk Läkerol salvi ;)

Samtals var þetta 1335 kkal. og 26 grömm kolvetni. Sleppur.

Fór í Flæði og Jafnvægi, alltaf jafn frábærir og notalegir tímar ;) Ætla að hundskast í heitt og notalegt bað og fara svo bloggrúntinn á eftir. Stelpur, það er voðalega deyfa yfir mörgum okkar núna, eigum við ekki að reyna að hressa okkur við og vera duglegar fram að jólum? Allavegana fram til ca 15. des?

mánudagur, nóvember 29, 2004

Furðulegur mánudagur

Eða mér finnst það. Var náttúrulega að klára síðustu næturvaktina og svaf því í allan dag. Svo er bara ekkert til á þessu heimili, ísskápurinn er alveg sorglega tómur og buddan líka. Ég á ekki einu sinni gos til að drekka... og ég er sko háð því að eiga Tab X-tra eða Pepsi max. Ég er bara að fara í fráhvarf hér :S Glatað ástand. Fékk mér tvö lítil Kindersúkkulaðistykki áðan, hefði náttúrulega frekar átt að sleppa þeim, en þau skemmdu svo sem ekkert daginn minn. Held mér samt í um 1180 kkal. og 40 grömmum af kolvetnum. Nenni samt ekki að skrifa máltíðirnar þar sem þær eru enn í hálfgerðu rugli eftir næturvaktirnar. Beisikklí hefur það verið mitt venjulega Lindbergbrauð og svo egg og beikon. Jæja, það verður sko farið og verslað á morgun, á von á barnabótunum þá... eins gott bara. Verð hressari og duglegri á morgun ;)

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Stund sannleikans

Já, ég steig á vigtina áðan, skjálfandi á beinunum og beið dómsins. Nei, nei, þetta var nú ekki alveg svona dramatískt ;) En það var eins og ég hélt, aðeins þyngri en síðasta sunnudag, 74,9 kg. Samt er ég bara nokkuð ánægð með þetta, átti alveg eins von á að vera þyngri. Þetta eru þó bara 400 grömm. Verð bara dugleg þessa viku sem er að byrja núna og þá verður þyngdin vonandi minni næsta vigtunardag ;)

Ætla að drífa mig í ræktina á eftir og svo fer ég á síðustu næturvaktina í nótt. Ég náði ekki að kíkja bloggrúntinn í gær, svo ég geri það bara núna áður en ég fer að púla ;)

laugardagur, nóvember 27, 2004

Alltaf gott að fara í ræktina sko ;)

Hvar annars staðar en í Bandaríkjunum sér maður þetta? Posted by Hello


Ég fór reyndar ekki í ræktina, þurfti svo mikið annað að stússast. Gat ekki einu sinni sofið almennilega eftir næturvaktina þar sem kallinn fékk mígrenikast og gat ekki sinnt börnunum almennilega. Arna var boðin í afmælisveislu í dag og ég varð því að fara á fætur um hádegi og kaupa afmælisgjöf og keyra hana svo í afmælið, sem byrjaði kl. 13. Reyndi svo að ná mér í smá kríu á meðan Hjalti horfði á Tomma og Jenna og svo þurfti ég að sækja Örnu aftur í afmælið klukkan 15:30. Barnapössunin í ræktinni er bara opin til 15:30 á laugardögum núna, svo ég gat ekki tekið þau með mér í ræktina. Bjöggi er enn slappur og ég vil bara að hann reyni að sofa þetta úr sér svo hann sé í betra standi til að sinna ungunum í kvöld og nótt á meðan ég er að vinna. Þannig að ég fór ekkert.

En mér tókst að snurfusa smá í stofunni, engin stórhreingerning, bara smá yfirborðstiltekt. Svo setti ég upp jólaseríu í stofugluggann og nokkur kerti hér og þar. Jóladúkurin er kominn á stofuborðið og aðventukransinn er tilbúinn á skenknum ;) Þannig að það er voða hlýlegt og jólalegt hér núna. Tek svo bara betur til og skreyti meira þegar ég á frídag næst.

Jæja, ætla að lúra smá í sófanum með Örnu, verð eiginlega að reyna að leggja mig smá fyrir næturvaktina. Hjalti lasarus lagði sig með pabba sínum áðan og Elísa ætlar að gista hjá vinkonu sinni og er því ekki heima. En ég kíki smá bloggrúnt fyrst ;)

föstudagur, nóvember 26, 2004

Skárri í skapinu

Jámm, þið eruð svo yndislegar stelpur, gott að eiga ykkur að. Svo ákvað ég bara að punta mig og gera mig sæta fyrir vinnuna á eftir, þjónar svo miklum tilgangi í myrkrinu, hahaha, en það er gott fyrir sálina. Fékk þessa stórgóðu hugmynd hjá Bollubloggaranum. Svo ég ætla bara að vinda mér í það núna ;)

Já, og Olla er komin aftur, JIBBÍ!!!

Ég er hræðileg

Úff, kolféll sko í nótt og úðaði í mig konfektmolum sem voru á boðstólnum í vinnunni. Át örugglega svona 10 mola :S Ekki verður vigtin mín ánægð með þetta. Andskotinn!!!

Jæja, er að fara að sofa, ætla sko að druslast í ræktina þegar ég vakna og reyna að lagfæra eitthvað af þessu ógeðslega svindli mínu. Er sko EKKI ánægð með mig núna :(

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Mið vika

Tíminn flýgur áfram. Ég veit ekki alveg hvort vigtin sé besta vinkona mín ennþá, hún var það ekki í gær. Eitthvað hlýt ég að hafa gert sem hefur stuðað hana, en ég vona að ég nái að sleikja hana upp þessa daga sem eftir er af vikunni. Ætli maður þyngist bara við það að vera þungur í skapinu?

Jæja jæja, dagurinn var á þessa leið:

Morgunmatur: 2 Fiber+ hrökkbrauð með L&L, skinku og osti.
Hádegismatur: Ferskt salat með skinku og osti, jógúrtdressing.
Miðdegisverður: 2 litlir hamborgarar án brauðs (bara kjötið sem sagt) með steiktu grænmeti, smá rjómasletta sem sósa.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus.

Samtals var þetta um 1090 kkal. og 34 grömm kolvetni.

Ég verð nú bara að segja að ég var ógeðslega dugleg áðan og druslaðist í ræktina. Ég ætlaði nefninlega alls ekki að nenna því. Var bara ógeðslega þreytt eftir daginn, með hausverk og kalt, enn frekar þung í skapinu og voða eitthvað ómöguleg. Lagði mig aðeins og ákvað svo bara að hundskast af stað og bara fara. Sé auðvitað ekki eftir því núna ;)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hlaut að koma að því

Já, það hlaut að koma að því að ég dytti niður af bleika skýinu mínu, ánægð samt hvað þetta hélst lengi og ég er nú að reyna klifra upp á það strax aftur. Dagurinn í dag var bara algjört kaos matarlega séð. Verulega einhæft fæði og þar að auki laumaðist einn súkkulaðimoli upp í mig... og ég er ekki einu sinni með samviskubit yfir því. Bara naut hans meira að segja. Og já, það var bara einn og þó ég sé svona hálfniðurdregin, þá fannst mér ekkert mál að stoppa eftir þennan eina. Yndislegur Toblerone moli og ég fékk bara jólafíling þegar ég var með hann í munninum og fann bragðið og lyktina. En annars er það bara búin að vera pizza í dag, restin af low carb pizzunni minni, og svo reyndar einhver brokkolí og skinkugratín sem fékkst í vinnunni. Aldrei þessu vant hægt að fá gott kolvetnasnautt fæði í matsalnum. En já, svo ég sé nú samviskusöm og skrái þetta niður þá var dagurinn svona:

Morgunmatur: Low carb pizza.
Hádegismatur: Low carb pizza.
Miðdegisverður: Brokkolí- og skinkugratín með fersku salati.
Kvöldsnarl: Low carb pizza.
Millibiti: 1 pk. Läkerol salvi, 1 pk Solano og 1 Toblerone moli.

Samtals var þetta um 1470 kkal. og 28 grömm kolvetni.

Ég vona að ég komist upp á bleika skýið mitt aftur á morgun, ég reyni að ríghalda mér í það með báðum höndum og svífa með samt sem áður. Hlýt að geta klifrað upp aftur í fyrramálið ;)

Stressuð

Ýmsar áhyggjur sem ég hef og get ekki einbeitt mér til fullnustu að mataræðinu. Er svo sem ekkert að sukka neitt, en er bara ekki alveg með hugan við það sem ég er að borða. Hef t.d. bara nartað í restina af low carb pizzunni í dag og veit ekkert hvað ég á að fá mér í kvöld, en ég er að fara á kvöldvakt. Bara get ekki planað þetta í dag. Æ, erfiðir svona dagar.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Mánudagur og helgin búin

Mér finnst það alltaf svolítið dapurlegt, en það kemur önnur helgi eftir þessa. Reyndar verð ég á næturvöktum næstu helgi :S Svo er víst fyrsti í aðventu á sunnudaginn og mig langar mikið til að skreyta eitthvað þá. Vonandi hef ég tíma og orku í það þó ég sé á næturvöktum.

Annars var þetta frekar tilbreytingarlítill dagur í mataræðinu, en það er nú allt í lagi svona endrum og eins. Svona var dagurinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar low carb pizza (á svo mikinn afgang sko, dugar mér í marga daga þegar ég baka svona pizzu ;)
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Miðdegisverður: 1 stór sneið low carb pizza, grískt salat með.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum, Kefir með hindberjum og strásætu.
Millibiti: Enginn.

Samtals um 1260 kkal. og 35 grömm kolvetni. Fór líka í ræktina og tók vel á.

Jæja, ég er voðalega eitthvað löt núna, líklega bara mánudagurinn í mér. Held ég hlammi mér bara í sófann.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Sykurstuðull í matvörum

Langar aðeins að segja nokkur orð um þetta. Margir aðhyllast þær kenningar að það beri góðan árangur í megrun að forðast vörur með háan sykurstuðul og velja frekar þær sem hafa lágan. Þetta er eiginlega svolítið svipað og þetta með flóknu og einfölu kolvetnin og kemur í raun líka inn á kolvetnasnautt fæði, þ.e. að það sé slæmt að neyta of mikilla kolvetna. Í stuttu máli þá eru kolvetnin í matvörum með háan sykurstuðul fljót að fara út í blóðið og hækka blóðsykurinn snögglega, öfugt við það sem matvörur með lágan sykurstuðul gera. Flókin kolvetni hafa almennt lægri sykurstuðul en einföld. Hvers vegna það er betra að velja matvörur með lágum sykurstuðli má kannski útskýra einfaldast á þann hátt, að þegar blóðsykurinn hækkar snöggt þá fer líkaminn að vinna á fullu að nýta sér kolvetnin og allt umframmagn er sett í geymsluforða (smá kolvetnaforði og svo fita). Ef blóðsykurinn helst stöðugri þá er líkaminn líka að nýta kolvetnin jafnara, og það sem er laust af kolvetnum í blóðinu passar frekar bara akkurat fyrir það sem við þurfum í orku hverju sinni.

Chubby er einmitt að fara að fylgja þessari kenningu og tók saman smá lista yfir svona helstu matvörur og flokkaði þær eftir lágum, meðal og háum sykurstuðli. Þið finnið listann hér Sykurstuðull matvara ef þetta vekur áhuga ykkar, og ég set líka link á hann hér til hægri, undir Ýmsar heilsusíður ;)

Þetta er í raun hugmynd sem má hafa til hliðsjónar með hvaða megrunaraðferð sem er.

Oh what a wonderful day ;D

Ójá, það er bara hamingja hér. Nýjasta þyngdartalan er 74,5 kg :D Ég er að nálgast þyngdina sem ég var í þegar ég var tvítug og óðum að nálgast kjörþyngd. Hvorki meira né minna en 2,5 kg fóru í síðustu viku sem sagt. Ég var búin að setja mér það markmið að komast í 75 kg fyrir jól, sýnist ég vel búin að ná því, það er ekki einu sinni kominn desember ;D Ætli ég nái 72 kg takmarkinu fyrir jól? Jájá, best að vera ekki með neina græðgi.

Ætla að rölta út í búð bráðum, eða kannski keyra bara (það er svo ógeðslega kalt). Ætla að kaupa rjóma í pastað sem ég ætla að hafa í matinn á eftir, og kaupa snickersið mitt ;) Matseðill dagsins er planaður svona:

Brunch: 2 sneiðar low carb pizza frá í gær.
Miðdegisverður: Tortellini með skinku og rjómaostasósu, grískt salat með.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus, 1 snickers.

Samtals gerir þetta um 1470 kkal. og 83,5 grömm kolvetni. Ekkert svo slæmt miðað við nammidag ;)

laugardagur, nóvember 20, 2004

Nammidagur á morgun

Já, ég gleymdi alveg að segja ykkur að ég er búin að ákveða að hafa nammidag á morgun. Hef ekki haft neinn slíkan síðan ég fór á djammið þarna um daginn og það eru rúmar tvær vikur síðan. Ég er sem sagt búin að plana að fá mér pastarétt með rjómasósu í miðdegisverð, grískt salat með ;) og svo 1 snickers um kvöldið ;)

Pizzuveisla

Ég er að borða mína yndislegu low carb pizzu, það er svo gott og gaman að geta fengið sér pizzu með góðri samvisku ;) Ég bakaði bara venjulega pizzu fyrir hina fjölskyldumeðlimina og svo low carb fyrir mig. Annars er matarplanið í dag á þessa leið:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: 1 mini BabyBel ostur, 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu.
Miðdegisverður: 2 sneiðar low carb pizza með skinku, ólívum, gráðosti, rauðlauk og osti.
Kvöldsnarl: Kesam með strásætu og hindberjum.
Millibiti: 1 mini BabyBel ostur, 1 pk Läkerol salvi, 4 litlir low carb lakkrísbitar.

Samtals er þetta um 1250 kkal. og 27 grömm kolvetni.

Ég dreif mig í ræktina áðan, ánægð með það. Úti er snjór og frost, en inni er hlýtt og notalegt. Ég ætla að skella mér í heitt bað á eftir og svo bara slappa af í kvöld, horfa á einhverja góða mynd og letingjast ;) Hlakka til að vakna í fyrramálið og vigta mig, hehe.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Fleiri pælingar

Já ég er voða djúp núna, hahaha, held ég sé bara á einhverjum smá tímamótum í þessu átaki mínu, finn á mér hugarfarsbreytingu. Mér finnst t.d. orðin svo mikil nautn að borða, ég hlakka til að borða og gef mér góðan tíma í það. Áður var ég í raun ekkert að hugsa um hvernig ég borðaði, átti til að gúffa bara í mig matnum og liggja svo afvelta af seddu og líða bara illa. Núna finnst mér það bara geðveikislega gott að vera leeengi að borða, tyggja matinn vel og njóta hans til fullnustu :D Mmmm mmmm ;)

Föstudagar, elska þá ;)

Allavegana þegar ég er í fríi um helgina. Mér líður líka miklu betur, er bara orðin svo til frísk. Dreif mig í pallatíma áðan og púlaði vel. Ég fann samt alveg að ég var enn svolítið viðkvæm í öndunarfærunum, en þetta var samt allt í lagi. Gott að komast í ræktina. En mig er farið að bráðvanta nýjar íþróttabuxur, hinar eru alltaf að síga niður um mig, þó ég reyri þær vel í mittinu. Splæsi á mig nýjum buxum við tækifæri, þegar ég á aðeins meiri pening ;) Matarlega var dagurinn líka fínn:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Grilluð samloka úr Lindbergbrauði með osti og skinku.
Miðdegisverður: Ofnsteiktur kjúklingur með grísku salati og Keselladressingu, þetta er bara svooo gott (með ristuðu furuhnetunum sko ;).
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku /roastbeef og eggjum.
Millibiti: 1 pk Läkerol salvi, nokkrir low carb lakkrísmolar.

Samtals var þetta um 1250 kkal. og 25 grömm kolvetni ;) Er bara ánægð með mig og hlakka til að setja inn tölu á sunnudaginn.

Smá pælingar bara ;)

Nú er ég búin að vera í þessu átaki mínu í bráðum tvö ár og það er fyrst núna sem ég er að upplifa að ég hafi almennilega stjórn á hlutunum. Þ.e. ég GET stoppað eftir einn sætindamola, í stað þess að klára allt sem til er eins og ég gerði áður. Ég GET sleppt því að fá mér eitthvað að narta í seint á kvöldin þó löngunin komi yfir mig, í staðin einbeiti ég mér bara að því hvað það verður gott að fá sér morgunmat. Ég GET hugsað mér jólin án stanslauss og ótakmarkaðs sælgætis- og mataráts alla dagana. Þetta er allt mjög nýtt fyrir mér og mér líður rosalega vel með þetta.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Engin líkamsrækt í dag

Nei, ég er enn slöpp og kvefuð og ákvað að vera bara heima. Ég gat ekki einu sinni sofið í rúminu mínu í nótt, flúði fram í stofu og náði að sofna í sófanum, en þar gat ég allavegana verið með hærra undir bakinu og höfðinu, ferlegt ástand bara. Er þó aðeins að skána núna.

Hér er snjór og fallegt veður, en kalt. Nú fer sko frostið að koma. Það er rúmlega 8 stiga frost núna, en hér fer sko frostið léttilega í 15-20 gráður og stundum alveg niður í 30. Hins vegar er sjaldan svona mikið rok eins og á Íslandi. Það var verið að opna Europris pluss verslun hér og þar er hæt að kaupa allskonar ódýrar vörur, risaverslun sko ;) Keyptum fínan kuldagalla á Hjalta á 300 kall norskar (rúmlega 3000 íslenskar) og kuldaskó á Elísu á 130 kr (sem sagt um 1500 kr íslenskar). Bjöggi er búinn að setja vetrardekkin undir bílinn svo þar er allt í fínu lagi. En snjóþotur barnanna finnast hvergi :S Skil ekki hvað hefur orðið af þeim. En jájá, það má þá kaupa nýjar við tækifæri.

En svona er matseðill dagsins:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Eggjahræra með beikonbitum og osti, ferskt salat með ristuðum pinjekjörnum (veit ekki hvað þetta heitir á íslensku, pinje er einhverskonar furuætt og þetta eru eflaust fræin).
Miðdegisverður: Ofnbakaður þorskur með grænmeti og osti.
Kvöldsnarl: Kefir með strásætu og hindberjum, 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Millibiti: Nokkrir low carb lakkrísbitar.

Þetta gerir í heildina um 1180 kkal. og 29 grömm kolvetni.

Fyrir utan kvefið þá líður mér bara voða vel, svona sálarlega ;) Vigtin er bara mikil vinkona mín þessa dagana, vonandi heldur hún því áfram og fer ekki í fýlu út í mig fyrir vigtunardaginn á sunnudaginn ;) Svo vona ég nú að ég verði nógu hress til að fara í pallatíma í ræktinni á morgun. Stefni allavegana á það.

Ein í viðbót :D

Þá er Magga mætt á svæðið :D Takið vel á móti henni stelpur ;)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Snjór

Já, ég fékk jólasnjóinn minn :D En hann varð líka til þess að ég kemst ekki í leikfimi. Bíllinn er nefninlega enn á sumardekkjum og það kyngdi svo niður á skömmum tíma hér áðan að ég legg ekki í að fara keyra bílinn svona. Bjöggi ætlaði að setja vetrardekkin undir í morgun, en gafst ekki tími til þess. Það verður þá bara gert á morgun. En reyndar þá hefði ég að öllum líkindum ekkert farið í ræktina hvort sem er :(, ég er nefninlega komin með bullandi kvef og smá hita. Hundleiðinlegt, er bara virkilega slöpp.

Matarlega var dagurinn bara fínn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Kjúklingur með grísku salati, Kesellasdressing.
Miðdegisverður: Restin af kjúklingnum steikt á pönnu ásamt grænmeti, smá pinjekjarnar, bræddur ostur og Keselladressing með.
Kvöldsnarl: Kefir með strásætu og hindberjum, 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Millibiti: 1 pk Läkerol salvi, 5 low carb karamellur, 6 litlir low carb lakkrísbitar.

Samtals var þetta um 1260 kkal. og 39 grömm kolvetni.

Jæja, ég held ég verði bara að leggjast í sófann, er ekkert voða hress :S Tek vonandi bloggrúntinn á eftir.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Frost, brrrrr!

Já, það var sko frost í morgun, -3 gráður. Labbaði í vinnuna kappklædd, en það var samt voða hressandi. Svo var nú kominn 6-8 stiga hiti og falleg sól þegar ég fór heim. Þurfti sem betur fer ekki að labba heim kappklædd, heldur kom kallinn að sækja mig svo ég gat bara hent úlpunni í aftursætið ;) Var sko í hlýrri peysu, flíspeysu og úlpu ;)

En matseðillinn já, hann var svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Ferskt salat með rækjum og smá dressing.
Miðdegisverður: Kjúklingur með grísku salati og Keselladressing, svívirðilega gott sko :D
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L og skinku/léttsultu og osti.
Millibiti: 1 pk Solano, 6 low carb karamellur og 28 grömm low carb súkkulaði.

Samtals var þetta um 1260 kkal. og 31 gramm kolvetni.

Ég fór í Flæði og Jafnvægi áðan, mikið rosalega eru þessir tímar frábærir. Mér er sko farið að finnast algjör möst að mæta í þennan tíma vikulega. Maður liðkast, losar spennu, þjálfar jafnvægið og þar að auki felast í þessu heilmiklar styrktaræfingar og einnig svolítið púl ;) Finn líka að eftir sem ég er farin að þekkja æfingarnar betur þá fæ ég meira og meira út úr þessum tímum. Svo ætla ég á Orbitrekkið og tækin á morgun.

Oh, mig langar ógeðslega mikið að sjá National Lampoons Christmas Vacation núna :/

mánudagur, nóvember 15, 2004

Smá mánudagsblogg ;)

Jamm, best að blogga smá svona skyldublogg ;)

Ég var á kvöldvakt í kvöld og kom því seint heim, svo bloggið mitt kemur bara núna. Þetta varð nú hálfgerður nammidagur. Fékk útborgað í dag og keypti mér því svolítið low carb nammi og er búin að sukka smá í því í kvöld, aðallega súkkulaðinu. Svona var dagurinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Svínastrimlar og grænmeti steikt á pönnu.
Miðdegisverður: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Kvöldsnarl: 2 mini BabyBel ostar.
Millibiti: ca 55-60 grömm low carb súkkulaði, 3 low carb karamellur, 1 pk Läkerol salvi og 1 pk Läkerol cactus.

Þetta gerði um 1450 kkal. og 35 grömm kolvetni. Sleppur svo sem fyrir horn ;) Allavegana er ég ekki með harðlífi núna, múahahahha :Þ

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Smá munur ;)

Stelpur, ég bara verð að sýna ykkur svona að gamni. Hér fyrir neðan eru málin mín eins og þau eru í dag, og í sviga eins og þau voru 10. janúar 2003, sem sagt fyrir tæpum tveimur árum síðan ;D

Brjóst:..............98 cm (129)
Mitti:.................74,5 cm (108)
Magi.................96 cm (129)
Mjaðmir:............94 cm (127)
Upphandleggur:..31 cm (41)
Læri:..................58 cm (76)
Kálfi:..................37,5 cm (45)

Kræst, þetta er ekkert smá mikill munur. Vá hvað ég er fegin að ég skrifaði þessar tölur niður í upphafi, hrikalega gaman að sjá þetta. Kálfarnir á mér eru núna orðnir minni en upphandleggirnir á mér voru í byrjun, og MITTIÐ á mér, díses sko, er grennra en LÆRIN á mér voru í upphafi. Já, það er svolítið ótrúlegt að skoða þessar tölur.

En dagurinn í dag, þ.e. matseðillinn:

Morgunmatur: Svaf (alltaf svo góður þessi eignimaður minn um helgar).
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, salami og eggjum.
Miðdegisverður: Svínakjötsstrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá Kesella sem sósa.
Kvöldsnarl: Kesella með strásætu og smá mjólk, 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Millibiti: 1 low carb karamella og 1 pk Läkerol salmiak.

Þetta gerir um 1025 kkal. og 34 grömm kolvetni. Mjög fínn dagur bara. Fór líka í ræktina og tók 30 mín á Orbitrekkinu og svo fór ég rúntinn minn í tækjunum (tekur ca 30 mín).

Jæja vonandi hafið þið það bara gott í kvöld dúllurnar mínar, það er allavegana ágætis sjónvarpsdagskrá hér ;)

Nýjar tölur

Já, mikill vill meira, eða kannski lítill vill minna :Þ Ég var sem sagt 77 kg á vigtinni í morgun, sem er auðvitað bara fínt, 600 grömm farin í þessari viku, en samt er ég pínu pirruð þar sem mig langaði að vera komun undir 77 kg. En jájá, það verður bara næst. Þetta er allavegana mun skárri tala en vigtin sýndi mér í gær. Svo ákvað ég að taka líkamsmælingar líka, ætla að reyna að gera það svona einu sinni í mánuði. Gerði það síðast 10. október. Svona litu þær út:

Brjóst:..............98 cm (101)
Mitti:.................74,5 cm (76)
Magi.................96 cm (98)
Mjaðmir:............94 cm (96)
Upphandleggur:..31 cm (32)
Læri:..................58 cm (61)
Kálfi:..................37,5 cm (38,5)

LOKSINS smá að fara af upphandleggjunum og kálfunum, og lærin tóku þarna stóran kipp :D Er að spá hvort þessi brjóstamæling geti verið rétt? Ég held samt að ég hafi alveg mælt þetta eins og síðast. Já, það er greinilegt að ég hef grennst síðan 10. október, svo það er best að vera bara glöð í dag ;D

Er á leiðinni í ræktina, kem á eftir og skrifa inn matseðilinn ;)

laugardagur, nóvember 13, 2004

Pirripirr!

Já, ég á ekkert að koma með tölur fyrr en á morgun, en ég er bara svo pirruð út í vigtina mína núna. Ég er búin að vera mjög dugleg en samt er hún ekkert að þýðast mig. Fer bara upp >:( Ég veit vel að þetta gerist stundum og hef svo sem oft lent í því, og alltaf er þetta jafn pirrandi þó maður viti alveg að þetta er bara eitt af því sem maður þarf að sætta sig við þegar maður er í átaki. Annars var dagurinn minn svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og osti.
Hádegismatur: Kjúklingastrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá Kesella sem sósa.
Miðdegisverður: 2 sneiðra Lindbergbrauð með L&L, skinku/salami og eggjum.
Kvöldsnarl: Kesella með strásætu og smá mjólk (svipað og skyr).
Millibiti: 1 pk extra brjóstsykur, 1 pk Läkerol salvi, 1 lítið hlaup og 1 lítill súkkulaðimoli úr nammipoka barnanna sem sonurinn tróð upp í mig til að vera góður við mömmu ;)

Þetta gerði um 1150 kkal. og 40,5 grömm kolvetni.

Jámm, ætli vigtin verði ekki bara enn í fýlu út í mig á morgun, set samt inn töluna, sama hver hún verður. Fór ekkert í leikfimi í dag, enda búin að fara 4 sinnum þessa vikuna. Ætla samt að reyna að fara á morgun ;)

Bæ í bili þið þarna lötu stelpur sem nennið ekki að blogga um helgar :Þ

Ein átaksgella í viðbót

Frábært hvað hópurinn er alltaf að stækka. Hér er Átakið ;)

föstudagur, nóvember 12, 2004

Helgin framundan

Alltaf gott að eiga helgarfrí ;)

Var á næturvakt s.l. nótt og var ekkert að svindla neitt þá heldur. Vigtin mín er samt ekkert voðalega sammála mér, hún ætlar sér bara að vera eitthvað treg að skríða niður aftur. Jájá, kem með tölur á sunnudaginn, vonandi lagast þær eitthvað fram að honum ;Þ

Maturinn í dag:

Morgunmatur: Sofandi.
Hádegismatur: Sofandi.
Miðdegisverður: Lindbergsamloka með skinku og osti.
Kvöldsnarl: Kjúklingastrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá Kesella sem sósa.
Millibiti: Heimalagaður hindberjaís, 1 pk Läkerol salvi og 1 pk Läkerol cactus.

Þetta gerir um 980 kkal. og 24 grömm kolvetni. Held ég reyni samt að fá mér ekkert meira, vil helst ekki vera að borða mjög seint. Ég náttúrulega svaf alveg til 15 eftir næturvaktina.

Ég var líka rosa dugleg og fór í pallatíma í ræktinni í dag. Þið munið kannski að ég talaði um að þetta væri eiginlega of létt fyrir mig síðast þegar ég fór, en ég passaði bara núna að hækka undir pallinum og hafa hann sem sagt ekki í lægstu stöðu, og tíminn var bara mjög fínn þannig. Púlaði sko vel ;) Þannig að ég er bara mjög ánægð með daginn ;D

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég er hér...

... og ekkert að svindla. Bara mikið að gera. Var kölluð út á næturvakt í gær og svo er önnur á eftir. Næturvaktirnar rugla náttúrulega alltaf matmálstímunum, en ég reyni samt að passa mig vel. Ætla samt ekki að setja inn neinn matseðil fyrir þessa daga. Ég fór ekki í ræktina í gær, ágætt að hafa svona einn frídag, en ég fór áðan og ætla aftur á morgun.

Stelpur, er það einhver einn staður á líkamanum sem er rosalega erfiður hjá ykkur? Þá meina ég að grennast þar. Hjá mér eru þa upphandleggirnir og kálfarnir. Þeir eru bara búnir að standa í stað alveg ógeðslega lengi. Mittið og maginn minnkar óðum og lærin eru loks að minnka í ummáli aftur núna. En upphandleggirnir hafa endalaust sitt skvap. Kálfarnir eru þó skárri þó ummálið minnki lítið þar, þar sem það er ekkert mikið skvap þar, aðallega vöðvar. Þetta er svolítið að pirra mig akkurat núna. En svo sem ekkert sem ég ætla að fara að grenja yfir ;)

Jæja, sé hvort ég hef tíma til að fara bloggrúntinn, ég þarf nefninlega að drífa mig í bað eftir ræktina (nennti ekki í sturturnar þar) og svo í vinnuna á eftir.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Hey stelps!

Ekki gleyma að kíkja á hana Carmen og hana 99,9 :D Muna að peppa þær upp.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Þreytt, en líður vel

Sofnaði svo seint í nótt og vaknaði snemma í morgun. Ég var náttúrulega á næturvakt aðfaranótt gærdagsins og ekki séns að ég gæti sofnað snemma um kvöldið eftir að hafa sofið allan daginn. Svo þurfti ég að vakna snemma í morgun til að fara á námskeið, mjög áhugavert námskeið. Það fjallaði um mikilvægi næringu fyrir sjúklinga og var þá m.a. farið fljótlega yfir meltingarfærin og hvernig orkuefnin eru tekin upp, helstu kvilla og sjúkdóma sem hafa áhrif á matarlyst og hæfileikann til að borða og síðan sérstaklega farið í hina ýmsu næringardrykki og sondumat sem eru í boði. Eini gallinn á þessum degi var að það var hádegismatur í boði námskeiðshaldaranna svo ég tók ekki með mér neitt nesti, en þá þurftu það endilega að vera langlokur... ekkert annað í boði. Svo ég fékk mér eina langloku með rækjum. Þar með fóru kolvetnin mín aðeins of mikið upp í dag, samt minna en ég bjóst við. En hitaeiningunum náði ég alveg að halda innan marka. Svona var dagurinn matarlega:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Hádegismatur: Langloka (frekar lítil) með rækjum, smá grænmeti og smá majónesi.
Miðdegisverður: Nautakjöt með grænmeti. Smá Kesella sem sósa.
Kvöldverður: Eggjahræra með skinku- og beikonbitum.
Millibiti: 1 bolli kaffi með mjólk, 1 pk Läkerol salvi og 1 pk Läkerol cassis.

Þetta gerði um 1240 kkal. og 48 grömm kolvetni.

Svo fór ég í Flæði og Jafnvægi í ræktinni, rosa fínir tímar og maður losar helling af spennu. Mér finnst æðislegt að blanda þessum tímum með hinum æfingunum mínum. Núna ætla ég að kíkja bloggrúntinn og hlamma mér svo í sófann, glápa á einhverja mynd og slappa af. Finn sko vel fyrir lærunum mínum ;)

mánudagur, nóvember 08, 2004

Og komin aftur í stuðið ;)

Já, mér finnst ég alveg vera komin í sama gírinn aftur og er svaka fegin því. Dreif mig meira að segja í ræktina í kvöld þó svo að ég væri varla að nenna því. Og auðvitað sá ég ekki eftir því ;) Matarlega séð var dagurinn svona,athugðið að ég var á næturvakt í gær og sólarhringurinn er enn svolítið í rugli, svo allar máltíðir riðlast svolítið:

Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku á annarri og roastbeef á hinni, og eggjum.
Miðdegisverður: Nautakjötsstrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasletta sem sósa.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Miðnætursnarl: Kefir með jarðarberjum og strásætu.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus og 1 pk Läkerol salmiak.

Samtals gerði þetta um 1100 kkal. og 38 grömm kolvetni.

Vigtin í ræktinni sýndi það sama og þegar ég fór á fimmtudaginn, það er nú ágætt. Ég vigta mig alltaf í öllum gallanum þar, meira að segja skónum ;) bara til að sjá muninn. Jæja, gott að vera komin aftur í sitt normal mataræði og lífsstíl ;)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Svolítið erfitt

Já, það er svei mér þá svolítið erfitt að koma sér almennilega í gírinn eftir þetta djamm ;) Svindlaði svo sem ekkert svaðalega í gær, en borðaði kannski of mikið. Í dag er ég nú bara búin að borða hádegismat og miðdegisverð og ekkert svindl. En ég keypti hnetur áðan til að eiga í kvöld og nótt, er nefninlega að fara á næturvakt. Þær eru svo sem ekkert voða kolvetnaríkar, en svakalega mikið af hitaeiningum í þeim. Já, ég þarf að setjast niður og vinna aðeins í sjálfri mér og athuga hvort ég geti ekki takmarkað hnetuátið eitthvað, haha, ég er ekki einu sinni byrjuð á þeim, bara búin að plana í huganum að fá mér slatta ;)

Vigtin aðeins upp

Jámm, verð víst að sætta mig við 77,6 kg í morgun. Átti svo sem ekki von á öðru en að hún færi smá upp eftir þetta djamm. En þó bara 600 grömm. Hlýt að ná þessu fljótt af mér aftur ;)

laugardagur, nóvember 06, 2004

The day after :Þ

Guð stelpur hvað ég skemmti mér vel í gær. Ég var bara prinsessa kvöldsins, eða leið allavegana þannig, hahaha. Fékk miljón komment á hvað ég liti vel út og hvað ég væri flott í þessum kjól og ég veit ekki hvað. Var boðið upp í dans af tvítugum, myndarlegum töffara, sem ég reyndar afþakkaði pent, og var svo reyndar rétt á eftir boðið upp í dans af fimtugum, blindfullum og slefandi kalli, sem ég afþakkaði líka pent ;) Dansaði síðasta dansinn við vel þéttan, giftan og mjög kurteisan mann, sem var á engan hátt að reyna við mann, bara fannst gaman að dansa. Manni finnst næstum sjaldgæft að hitta á svoleiðis gaura. En allavegana var þetta bara frábært kvöld og ég labbaði heim svolítið drukkin og í frábæru skapi. Hins vegar fannst mér voðalega asnalegt þegar ég kom heim og enginn kall sem beið mín hlýr uppi í rúmi :/

Bjöggi var nefninlega lagður inn í gær og var sem sagt á sjúkrahúsinu í nótt. Þeir finna samt ekkert út hvað olli þessum svima og hallast kannski að því að þetta hafi verið mígrenið. En hann hefur nú haft mígreni í mörg ár og það hefur aldrei lýst sér á þennan hátt. Núna er hann hins vegar kominn með mígrenikast, fór að heimsækja hann áðan, og honum leið bara mjög illa, með hausverk og uppköst... alveg svona týpískt mígrenikast hjá honum. Læknirinn sagði við hann í dag að hann fengi líklegast að fara heim á morgun, en hjúkkan sem ég talaði við sagði að það gæti verið að hann fengi að fara heim á eftir. Það kemur allt í ljós.

Mataræðið já, fengum svona hefðbundinn norskan jólamat, ekki mjög kolvetnisríkur ;) Fékk mér reyndar tvær kartöflur og svolítið rauðkál. Eftirrétturinn var náttúrulega kolvetnabomba, en svo sem ekkert stór heldur. Svo drakk ég fullt af bjór og ekki gleyma elsku krembollunum mínum sem ég fékk mér fyrr um daginn ;) Í dag vaknaði ég pínulítið þunn og ég bara verð að fá mér gos þegar svoleiðis stendur á. Því miður þá var Tabið mitt búið, hefði getað grenjað yfir að hafa ekki hugsað út í þetta í gær og keypt til að eiga í ísskápnum. En ég fékk mér því venjulegt kók, tvö glös, og fannst það eiginlega bara vont. Var mjög fegin þegar ég var búin að skrölta út í búð og kaupa mér mitt sykurlausa gos ;) Svo fékk ég mér eina pylsu í brauði áðan, en reyndar gat ekki klárað hana því ég varð svo södd. En nú verður ekkert meira svindl í dag. Ætla að fara að sækja krakkana og elda svo góðan miðdegisverð, nautakj-t og grænmeti fyrir mig, hrísgrjón fyrir þau ;)

föstudagur, nóvember 05, 2004

Stress :S

Já, svona fór þá um afslöppunardaginn minn og að hafa nægan tíma til að ahfa mig til. Kallinn endaði á bráðamóttökunni með rosalegan svima og allt of háan blóðþrýsting. Hann er búin að fara í allskonar rannsóknir og er bara að bíða eftir niðurstöðunum. Veit ekkert hvenær þær koma eða hvenær hann má koma heim. Vinkona mín var svo almennileg að taka börnin og ég var að koma heim frá því að skila þeim þangða. Loksins get ég sest aðeins niður, en það er bara klukkutími þar til ég á að mæta. Það verður bara að hafa það að ég verði aðeins of sein. Ég á ekki von á að það komi neitt sérstakt út úr þessum rannsóknum hjá kallinum, býst við að þetta tengist þrýstingnum. Hann er með þekktan háþrýsting og er á lyfjum við því, en hefur aldrei áður fengið svona svimakast. Hann gat sko varla staðið í morgun fyrir þessu, kastaði upp og var bara mjög fölur og leið illa. En honum líður betur núna og er allavegana í góðum höndum þar sem hann er. Ég hringi svo í hann á eftir, eða hann í mig, til að heyra fréttir ;) Well, ég er komin með bjór í hendurnar og þarf bara aðeins að slaka á eftir stress dagsins áður en ég fer að hafa mig til ;)

Djammdagur

Klukkan er bara að verða tíu og ég er strax orðin spennt, hahaha. Svo þurfti kallinn að vera eitthvað slappur, ætla rétt að vona að hann hressist. Vona að hann geti sótt krakkana í leikskólann svo ég geti verið byrjuð að hafa mig til og fá mér bjór ;)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Smá breyting ;)

Já, matseðillinn breyttist smá. Ég var að passa fyrir vinafólk mitt í ca 1 1/2 klukkutíma í dag. Kallinn minn var svo kominn með krakkana að sækja mig þegar hún og hennar ektamaður komu heim, og þau ákváðu bara að bjóða okkur í miðdegisverð. Í raun var bökuð heimagerð pizza, en þau eru svo sæt þessar elskur að það var bara útbúið kjúklingasalat fyrir mig. Rosa gott :D Miðdegisverðurinn var því frekar seint og ég var svo pakksödd eftir þetta að ég hafði enga þörf fyrir kvöldsnarl. Dreif mig svo i ræktina áðan og var að koma heim. Þannig að heildarútkoma dagsins breyttist smá og varð bara mun minni en ég áætlaði, eða um 960 kkal. og 37 grömm kolvetni.

Stutt í helgina ;)

Já, það styttist óðum :D Eina krembollu leyfði ég mér í dag, hinar bíða enn stilltar í kassanum. Svo ætla ég í ræktina á eftir. En svona mun dagurinn líta út:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Eggjahræra með osti og roastbeef.
Miðdegisverður: Nautastrimlar og grænmeti steikt á pönnu.
Kvöldsnarl: Kesella (svipað og skyr) með jarðarberjum og strásætu, smá rjómi út á.
Millibiti: 1 krembolla og 1 pk Läkerol cactus.

Samtals gerir þetta um 1200 kkal. og 38 grömm kolvetni.

Ég ætla að halda mér við kolvetnasnauða fæðið fram að ca 14-15 á morgun. Dinnerinn byrjar klukkan 18 og ég ætla sko að eiga góðan tíma í að hafa mig til og sötra smá bjór á meðan og fá mér 2-3 krembollur, tíhí. Ótrúlegt hvað ég hlakka til. Þetta er alveg 1000 sinnum skemmtilegra svona en þegar maður leyfði sér allt hvenær sem er, hahaha.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Og það urðu krembollur ;)

Já, ég keypti krembollur og ákvað að leyfa mér eina í dag. Hinar bíða bara betri tíma. Kosturinn við þessar blessuðu krembollur er að þær eru að svo miklu leyti bara loft, svo það er ekki svo alvarlegt að fá sér eina... hins vegar er náttúrulega ekkert sniðugt að spæna upp allan pakkann ;) En svona er þá dagurinn minn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, salami og eggjum.
Hádegismatur: 2 mini BabyBel ostar.
Miðdegisverður: Hamborgari (bara kjötið) með steiktum eggjahvítum, ferskt salat með ólívum, smá heimagerð dressing.
Kvöldsnarl: Enginn, miðdegisverðurinn var svo seint.
Millibiti: 1 pk Solano, 1 krembolla, smá heimagerður hindberjaís, 1 pk Läkerol cassis.

Samtals var þetta um 1230 kkal. og 31 gramm kolvetni.

Engin leikfimi í dag, allur seinni parturinn fór í Svíþjóðarferð og að versla og ganga frá eftir það. Nú er klukkan 20 og ég er nýbúin að borða. Kallinn er hálflasinn og ég ætla bara að koma börnunum bráðum í bólið og slappa svo bara sjálf af. Er bara þreytt eftir þetta stúss.

Krembollur eða ekki krembollur

Já, nú er ég í bobba. Við erum að fara til Svíþjóðar á eftir að versla og það er mjög langt síðan við höfum farið. Yfirleitt þegar við förum þá kaupi ég einn pakka af krembollum, uppáhaldinu mínu. En nú er ég alveg á báðum áttum hvort ég eigi að leyfa mér þetta eða ekki. Það er verulega langt síðan ég fékk mér svona, en á hinn bóginn var ég líka búin að plana að vera rosalega dugleg fram á föstudag. Oh, þetta er erfitt. Hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

3 dagar í djamm :D

Mikið er ég nú fegin að vera búin að finna kjól, þá þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því ;) Hlakka sko svakalega mikið til að fara út að skemmta mér á föstudaginn, borða góðan mat og drekka bjór :D Ætla að vera svaka dugleg fram að djammi. Í dag var dagurinn svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Hádegismatur: Ferskt salat með skinku og osti, smá dressing.
Miðdegisverður: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Kvöldsnarl: Kjúklingastrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasletta sem sósa.
Millibiti: 2 mini BabyBel ostar, 1 pk Läkerol cactus, 2 kaffibollar með mjólk.

Samtals gerði þetta um 1320 kkal. og 35 grömm kolvetni.

Ji, það kom ein í vinnunni með gamlar myndir frá því í mars 2003. Þá var vinnudjamm, það fyrsta sem ég fór á. Það voru bara allir að hrósa mér og segja hvað það væri rosalega mikill munur á mér núna og á þessum myndum. En á þessum myndum var ég rétt skriðin niður fyrir 100 kílóin. Það fyndna er samt eiginlega að á þessum myndum leið mér eins og ég væri svaka skvísa og svaka grönn. Þá var ég náttúrulega búin að missa hátt í 20 kg og komin niður fyrir þriggja stafa töluna og leið ótrúlega vel. En samt sé ég ótrúlegan mun á mér núna og á þessum myndum, enda farin rúmlega 20 kíló til viðbótar ;) Mér finnst svo skrýtið að líta svona tilbaka því ég er samt bara ég. Líka bara gaman að rifja upp hvað mér leið sjálfri ótrúlega vel með mig á þessum tíma þó ég væri náttúrulega enn allt of þung, en það sést líka á myndunum hvað ég var í svakalegu stuði og góðu skapi og skemmti mér sko konunglega :D Já, andlega hliðin er sko svakalega stór hluti af þessu.

Og enn fjölgar í hópnum

Þetta er hún Boost sem er byrjuð í átaki ;)

Lady in red ;D

Jæja skvísur. Þið vilduð mynd af mér í nýja kjólnum. Hér er hún. Að vísu svolítið óskýr, en það verður að hafa það. 
Posted by Hello

Oooooolllllaaaaa!!!

OLLA HVAR ERTU?!?!?!?!?! Er farin að sakna þín ógurlega :/

mánudagur, nóvember 01, 2004

Stærð 42 :D

Já, ég stóðst ekki mátið og skaust í H&M aftur bara til að máta bleika kjólinn í stærð 42. OG HANN SMELLPASSAÐI!!! Ji hvað þetta var gaman. Ég bara man ekki einu sinni eftir að hafa notað stæðr 42, hahaha. En ég er enn ekki viss með litinn og ætla að bíða og sjá hvort það komi fleiri kjólar í vikunni.

Annars er ég að fara á kvöldvakt og er búin að plana daginn. Svona lítur hann út:

Morgunmatur: Enginn.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Miðdegisverður: Kjúklingabringa með gráðosti í vasa og ferskt grænmeti með, smá dressing.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og osti.
Millibiti: 1 pk Solano, 2 mini BabyBel ostar, 1 pk Läkerol salvi.

Samtals verður þetta um 1110 kkal. og 23 grömm kolvetni.

Ég er farin að hlakka rosalega til föstudagsins. Gaman að fá smá frí frá átakinu. Ég ætla samt að passa mataræðið og borða ekki mikið af kolvetnaríku fæði. En bjórinn ætla ég að leyfa mér ;) Svo mun bara verða haldið áfram í átakinu strax daginn eftir.

Fluga ;)

Stelpur, kíkið á hana Flugu. Hún er byrjuð með átaksblogg ;)