Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, nóvember 13, 2004

Pirripirr!

Já, ég á ekkert að koma með tölur fyrr en á morgun, en ég er bara svo pirruð út í vigtina mína núna. Ég er búin að vera mjög dugleg en samt er hún ekkert að þýðast mig. Fer bara upp >:( Ég veit vel að þetta gerist stundum og hef svo sem oft lent í því, og alltaf er þetta jafn pirrandi þó maður viti alveg að þetta er bara eitt af því sem maður þarf að sætta sig við þegar maður er í átaki. Annars var dagurinn minn svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og osti.
Hádegismatur: Kjúklingastrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá Kesella sem sósa.
Miðdegisverður: 2 sneiðra Lindbergbrauð með L&L, skinku/salami og eggjum.
Kvöldsnarl: Kesella með strásætu og smá mjólk (svipað og skyr).
Millibiti: 1 pk extra brjóstsykur, 1 pk Läkerol salvi, 1 lítið hlaup og 1 lítill súkkulaðimoli úr nammipoka barnanna sem sonurinn tróð upp í mig til að vera góður við mömmu ;)

Þetta gerði um 1150 kkal. og 40,5 grömm kolvetni.

Jámm, ætli vigtin verði ekki bara enn í fýlu út í mig á morgun, set samt inn töluna, sama hver hún verður. Fór ekkert í leikfimi í dag, enda búin að fara 4 sinnum þessa vikuna. Ætla samt að reyna að fara á morgun ;)

Bæ í bili þið þarna lötu stelpur sem nennið ekki að blogga um helgar :Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home