Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Þreytt, en líður vel

Sofnaði svo seint í nótt og vaknaði snemma í morgun. Ég var náttúrulega á næturvakt aðfaranótt gærdagsins og ekki séns að ég gæti sofnað snemma um kvöldið eftir að hafa sofið allan daginn. Svo þurfti ég að vakna snemma í morgun til að fara á námskeið, mjög áhugavert námskeið. Það fjallaði um mikilvægi næringu fyrir sjúklinga og var þá m.a. farið fljótlega yfir meltingarfærin og hvernig orkuefnin eru tekin upp, helstu kvilla og sjúkdóma sem hafa áhrif á matarlyst og hæfileikann til að borða og síðan sérstaklega farið í hina ýmsu næringardrykki og sondumat sem eru í boði. Eini gallinn á þessum degi var að það var hádegismatur í boði námskeiðshaldaranna svo ég tók ekki með mér neitt nesti, en þá þurftu það endilega að vera langlokur... ekkert annað í boði. Svo ég fékk mér eina langloku með rækjum. Þar með fóru kolvetnin mín aðeins of mikið upp í dag, samt minna en ég bjóst við. En hitaeiningunum náði ég alveg að halda innan marka. Svona var dagurinn matarlega:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Hádegismatur: Langloka (frekar lítil) með rækjum, smá grænmeti og smá majónesi.
Miðdegisverður: Nautakjöt með grænmeti. Smá Kesella sem sósa.
Kvöldverður: Eggjahræra með skinku- og beikonbitum.
Millibiti: 1 bolli kaffi með mjólk, 1 pk Läkerol salvi og 1 pk Läkerol cassis.

Þetta gerði um 1240 kkal. og 48 grömm kolvetni.

Svo fór ég í Flæði og Jafnvægi í ræktinni, rosa fínir tímar og maður losar helling af spennu. Mér finnst æðislegt að blanda þessum tímum með hinum æfingunum mínum. Núna ætla ég að kíkja bloggrúntinn og hlamma mér svo í sófann, glápa á einhverja mynd og slappa af. Finn sko vel fyrir lærunum mínum ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home