Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, nóvember 08, 2004

Og komin aftur í stuðið ;)

Já, mér finnst ég alveg vera komin í sama gírinn aftur og er svaka fegin því. Dreif mig meira að segja í ræktina í kvöld þó svo að ég væri varla að nenna því. Og auðvitað sá ég ekki eftir því ;) Matarlega séð var dagurinn svona,athugðið að ég var á næturvakt í gær og sólarhringurinn er enn svolítið í rugli, svo allar máltíðir riðlast svolítið:

Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku á annarri og roastbeef á hinni, og eggjum.
Miðdegisverður: Nautakjötsstrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasletta sem sósa.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Miðnætursnarl: Kefir með jarðarberjum og strásætu.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus og 1 pk Läkerol salmiak.

Samtals gerði þetta um 1100 kkal. og 38 grömm kolvetni.

Vigtin í ræktinni sýndi það sama og þegar ég fór á fimmtudaginn, það er nú ágætt. Ég vigta mig alltaf í öllum gallanum þar, meira að segja skónum ;) bara til að sjá muninn. Jæja, gott að vera komin aftur í sitt normal mataræði og lífsstíl ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home