Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, nóvember 06, 2004

The day after :Þ

Guð stelpur hvað ég skemmti mér vel í gær. Ég var bara prinsessa kvöldsins, eða leið allavegana þannig, hahaha. Fékk miljón komment á hvað ég liti vel út og hvað ég væri flott í þessum kjól og ég veit ekki hvað. Var boðið upp í dans af tvítugum, myndarlegum töffara, sem ég reyndar afþakkaði pent, og var svo reyndar rétt á eftir boðið upp í dans af fimtugum, blindfullum og slefandi kalli, sem ég afþakkaði líka pent ;) Dansaði síðasta dansinn við vel þéttan, giftan og mjög kurteisan mann, sem var á engan hátt að reyna við mann, bara fannst gaman að dansa. Manni finnst næstum sjaldgæft að hitta á svoleiðis gaura. En allavegana var þetta bara frábært kvöld og ég labbaði heim svolítið drukkin og í frábæru skapi. Hins vegar fannst mér voðalega asnalegt þegar ég kom heim og enginn kall sem beið mín hlýr uppi í rúmi :/

Bjöggi var nefninlega lagður inn í gær og var sem sagt á sjúkrahúsinu í nótt. Þeir finna samt ekkert út hvað olli þessum svima og hallast kannski að því að þetta hafi verið mígrenið. En hann hefur nú haft mígreni í mörg ár og það hefur aldrei lýst sér á þennan hátt. Núna er hann hins vegar kominn með mígrenikast, fór að heimsækja hann áðan, og honum leið bara mjög illa, með hausverk og uppköst... alveg svona týpískt mígrenikast hjá honum. Læknirinn sagði við hann í dag að hann fengi líklegast að fara heim á morgun, en hjúkkan sem ég talaði við sagði að það gæti verið að hann fengi að fara heim á eftir. Það kemur allt í ljós.

Mataræðið já, fengum svona hefðbundinn norskan jólamat, ekki mjög kolvetnisríkur ;) Fékk mér reyndar tvær kartöflur og svolítið rauðkál. Eftirrétturinn var náttúrulega kolvetnabomba, en svo sem ekkert stór heldur. Svo drakk ég fullt af bjór og ekki gleyma elsku krembollunum mínum sem ég fékk mér fyrr um daginn ;) Í dag vaknaði ég pínulítið þunn og ég bara verð að fá mér gos þegar svoleiðis stendur á. Því miður þá var Tabið mitt búið, hefði getað grenjað yfir að hafa ekki hugsað út í þetta í gær og keypt til að eiga í ísskápnum. En ég fékk mér því venjulegt kók, tvö glös, og fannst það eiginlega bara vont. Var mjög fegin þegar ég var búin að skrölta út í búð og kaupa mér mitt sykurlausa gos ;) Svo fékk ég mér eina pylsu í brauði áðan, en reyndar gat ekki klárað hana því ég varð svo södd. En nú verður ekkert meira svindl í dag. Ætla að fara að sækja krakkana og elda svo góðan miðdegisverð, nautakj-t og grænmeti fyrir mig, hrísgrjón fyrir þau ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home