Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Stutt í helgina ;)

Já, það styttist óðum :D Eina krembollu leyfði ég mér í dag, hinar bíða enn stilltar í kassanum. Svo ætla ég í ræktina á eftir. En svona mun dagurinn líta út:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: Eggjahræra með osti og roastbeef.
Miðdegisverður: Nautastrimlar og grænmeti steikt á pönnu.
Kvöldsnarl: Kesella (svipað og skyr) með jarðarberjum og strásætu, smá rjómi út á.
Millibiti: 1 krembolla og 1 pk Läkerol cactus.

Samtals gerir þetta um 1200 kkal. og 38 grömm kolvetni.

Ég ætla að halda mér við kolvetnasnauða fæðið fram að ca 14-15 á morgun. Dinnerinn byrjar klukkan 18 og ég ætla sko að eiga góðan tíma í að hafa mig til og sötra smá bjór á meðan og fá mér 2-3 krembollur, tíhí. Ótrúlegt hvað ég hlakka til. Þetta er alveg 1000 sinnum skemmtilegra svona en þegar maður leyfði sér allt hvenær sem er, hahaha.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home