Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, október 31, 2004

Svindlið ógurlega :0

Já, verð að viðurkenna að ég svindlaði. Það læddist einn hlaupkarl upp í mig áðan. Fór nefninlega í labbitúr með krökkunum og keypti helling af nammi til að eiga fyrir Halloween krakkana í kvöld, og auðvitað mína krakka líka. Áður en ég vissi af var ég búin að stinga einum hlaupkarli upp í mig og gleypa. En þetta var líka eina svindlið mitt ;Þ

Svona lítur dagurinn út:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Hádegismatur: Ofnbakaðar kjúklingabringur með gráðosti í vasa, léttsteikt grænmeti og smá sósa.
Miðdegisverður: Kefir með strásætu. 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Kvöldsnarl: Niðurskornar gulrætur og brokkolí með ídýfu gerðri úr léttum sýrðum rjóma.
Millibiti: 1 hlaupkarl. 1 pk Solano (sykurlaus brjóstsykur með karamellubragði).

Heildartölurnar eru samkvæmt þessu um 1100 kkal. og 40,5 grömm kolvetni.

Fór líka í ræktina í hádeginu og fékk nýtt prógramm. Ekkert heví púl núna, bara 10 mínútur á Orbitrekinu í upphitun og fór svo einn hring með leiðbeinandanum í tækin til að prófa. Nennti ekkert að æfa neitt meira en þetta núna, enda er ég búin að fara svo mikið í ræktina að undanförnu. Ælta svo að taka mér frí á morgun. En ég fór náttúrulega í labbitúr með krökkunum áðan, svona 30 mínútna labb ;) Svo ég er alveg búin að fá ágætis hreyfingu í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home