Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

laugardagur, október 30, 2004

Yndislegt að borða góðan mat :D

Já, það er svo frábært að geta verið í megrun en samt borðað rosa góðan mat :D Eldaði svo góðar kjúklingabringur í miðdegisverð, skar svona vasa á þær og setti gráðost inn í, kryddaði smá og eldaði í ofni í ca 40-50 mín. Hafði svo léttsteikt grænmeti með og smá sósu. Svo ætla ég sko að fá mér ís á eftir þegar ég er hætt að vera svona pakksödd, hahaha. Annars er matarplanið svona í dag:

Morgunmatur: Enginn (alltaf sofandi sko, á svo góðan kall sem leyfir mér að sofa út ;).
Hádegismatur: Egg og beikon.
Miðdegisverður: Ofnbakaðar kjúklingabringur með gráðosti í vasa, léttsteikt grænmeti og smá sósa.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Millibiti: 1 mini BabyBel ostur, low carb hindberjaís, 1 pk Läkerol salvi.

Þetta gerir samtals um 1290 kkal. og 22 grömm kolvetni.

Ég fór líka í ræktina áðan og fannst þetta frekar erfitt í dag. Stundum er ég svo full af orku og finnst þetta ekkert mál, og stundum finnst mér þyngdirnar svakalega þungar ;) Reyndar hef ég tekið eftir þessu að ef ég fer tvo daga í röð þá er ég frekar svona þreytt seinni daginn. En ég fer samt í ræktina á morgun. Það verður samt ekkert mikið púl á ég von á, þar sem ég er bara að fara að hitta leiðbeinandann minn og fá nýtt prógramm. Held ég taki mér svo pottþétt pásu á mánudaginn, annars finnst mér þetta eignlega bara verða of mikið.

Svo er vigtunardagur á morgun ;) Spennó ;D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home