Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, október 24, 2004

Vigtunardagur

Þá er komið að vigtunardeginum. ég steig því á vigtina og þar blasti við mér þessi fallega tala: 78,6 kg. Ég er sem sagt búin að gera gott betur en að ná 80 kg takmarkinu :D Það fóru alveg 2,2 kg þessa vikuna ;D Ég er sko himinlifandi með þetta. Ekki aðeins náði ég takmarkinu mínu heldur er þetta í fyrsta skiptið í næstum 10 ár sem ég er undir 80 kg.

Þegar ég var 14 ára var ég 58 kg. 16 ára var ég komin í 63 kg og 19 ára var talan 74 kg. Smám saman jókst hún svo í 80 kg, en eftir að ég átti Elísu árið 1995 (þá var ég á 25. aldursári) þá var ég í skamman tíma 78 kg. Ég nefninlega grenntist á meðgöngunni með hana. En svo þyngdist ég á brjóstagjöfinni (ein af þeim sem þyngist á brjóstagjöfinni öfugt við flestar) og var komin í ca 90 kg eftir það tímabil. En ég náði þeim kg af mér með leikfimi og aðhaldi í mataræði og komst aftur í 80-82. Þar hélt ég mér svo alveg þar til ég varð ólétt af Örnu 29 ára gömul. Ég þyngdist rosalega á þeirri meðgöngu og var yfir 100 kg þegar ég var búin að eiga. Þyngdist svo enn meira á brjósagjöfinni. Á meðgöngunni með Hjalta grenntist ég síðan smá aftur, en bætti því öllu á mig og meira til á meðan ég var með hann á brjósti. Toppaði í tæpum 117 kg þegar ég fékk loks nóg og ákvað að gera eitthvað.

Og elsku stelpurnar mínar, þetta eru því mikil tímamót fyrir mig og rosalegur áfangi. Fyrsta langtímamarkmiðið sem ég setti mér var að komast í 80 kg og ég er komin fram hjá því :D Ótrúlegt! Þegar ég byrjaði í átakinu átti ég satt að segja aldrei von á að komast svona langt. Að komast undir 100 kg fannst mér nánast óyfirstíganlegt. En hingað er ég komin og þegar ég lít til baka finnst mér þetta bara alls ekkert hafa verið sérstaklega erfitt. Jú, tekið sinn tíma, en það er sko allt í lagi, ég er alveg hætt að vera óþolinmóð. 38,3 kg eru farin á 22 mánuðum. Mér finnst ótrúlega stutt í að ná lokamarkmiðinu mínu, þ.e. 72 kg. Er meira að segja farin að gæla við að kannski komist ég í 69 kg. En ég ætla ekkert að ákveða með það strax, sjá bara hvernig ég lít út þegar ég er komin í 72 kg. Ég hélt reyndar að það væru efri mörk kjörþyngdar minnar, en þar sem ég er víst ekki enn orðin 35 ára þá ætti ég að vera 70 kg til að vera í efri mörkunum. En það munar nú ekki miklu ;) Stefni áfram á 72 kg eins og er.

Ég ætla út í göngutúr með krakkana á eftir. Það er rosalega fallegt veður, sólin skín og það er bara alls ekki mjög kalt, um 10-12 stiga hiti.

Hafið það gott dúllurnar mínar :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home