Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, október 19, 2004

Þreytt, en samt góð þreyta ;)

Ég var nú bara svo hrikalega dugleg að ég skellti mér í ræktina aftur í kvöld. Það var nú bara vegna þess að vinkona mín dró mig með sér í svokallaðan "flyt og ballanse" tíma, sem á íslensku gæti heitið "flæði og jafnvægi". Þetta minnir kannski aðeins á jóga (hef reyndar aldrei farið í jóga), eru svona teygju- og jafnvægisæfingar, sem líka eru styrktaræfingar. Þetta var nú bara ótrúlega mikið púl, það sko lak af mér svitinn á tímabili. Þó þetta séu allt hægar og mjúkar æfingar, þá tekur það sko á að gera svona hægar teygjur og halda stöðunni o.s.frv. Fór líka á Orbitrekkið í rúmar 20 mínútur í svaka puði áður en tíminn byrjaði. Svo ég held að ég hafi bara brennt vel. Þannig að ég er þokkalega þreytt núna, en svona góð þreyta þar sem ég finn að ég er búin að taka vel á. Var að deyja úr hungri þegar ég kom heim eftir þetta og var að fá mér að borða og líður bara virkilega vel núna ;)

Annars er ég enn að jafna mig eftir næturvaktirnar, er alltaf smá tíma að snúa sólarhringnum við aftur. Vaknaði í morgun til að koma krökkunum í leikskóla og skóla og fékk mér þá morgunmat, en lagði mig svo aftur og svaf til kl.15, þannig að ég borðaði engan hádegismat. Svona var dagurinn hingað til:

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Enginn.
Miðdegisverður: Þurrsteikt hakk með léttsteiktu grænmeti og smá rjómaslettu sem sósu.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjasneiðum, kryddað með salti og pipar.
Millibiti: 1 pk. Läkerol cactus og 1pk. Läkerol salvi.

Þetta gerir um 1070 kkal. og 22 grömm kolvetni.

Ég er komin með algjört æði fyrir Lindbergbrauði með L&L, roastbeef og eggjum. Krydda smá með salti og pipar ofan á og þetta er bara æði. Prófið bara, skiptir eflaust minnsta máli hvaða brauð er notað, en hugsa að gróft brauð bragðist samt best með þessu ;)

Vigtin er vinkona mín í dag líka, en ég ætla ekkert að setja inn neinar tölur fyrr en á sunnudaginn ;) Best að kíkja bloggrúntinn gellur, og munið nú að kíkja hjá þessum nýju svo þær gefist ekki upp ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home