Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, október 13, 2004

Mjakast í rétta átt

Var allavegana undir 82 kg í morgun, en það er svo sem enginn formlegur vigtunardagur í dag. Samt svolítið gott fyrir sálina ;) Annars líður mér bara mjög vel og finnst ég vera á mjög góðu róli. Fór í ræktina í dag og fannst ég bara í fínu formi. Eldaði þennan ljúffenga fiskrétt í kvöldmatinn (var hugsað til ég_get og fiskréttanna hennar), ekki svo sem samkvæmt neinni uppskrift, bara tíndi til það sem ég átti og skáldaði eitthvað. Mjög góður og hollur ;)

Ég var að hugsa um þetta sem Hildur gerir; að skrifa alltaf matseðilinn fyrir daginn. Ég reyndar geri þetta að sumu leyti, því ég skrifa alltaf niður kaloríurnar og kolvetnin yfir daginn og eftir sem líður á daginn þá sé ég hvað ég á mikið eftir. Markmiðið er að vera í kringum 1200-1500 kkal. og 20-40 grömm kolvetni á dag. Ég set þetta bara upp í Excel töflu sem leggur sjálfkrafa saman tölurnar sem komnar eru, þannig að ef ég færi inn allt jafnóðum þá sé ég hvað ég á margar kaloríur eftir upp í 1500 o.s.frv. Er t.d. núna búin að plana kvöldsnarlið sem ég má leyfa mér út frá kaloríu- og kolvetnafjöldanum sem ég er komin upp í á þessari stundu. En ég ætla bara að skrifa allan daginn hér á bloggið mitt, líka það sem ég hef planað, þannig að það sjáist hver heildarniðurstaðan verður.

Morgunmatur: Egg og beikon.
Hádegismatur: Brokkolí- og skinkugratín m. fersku salati.
Kvöldmatur: Ofnbakaður fiskiréttur með grænmeti.
Millibitar: 1 pk. Läkerol cactus, 2 stórir bollar kaffi með mjólk, 100 grömm baby gulrætur með ídýfu gerðri úr léttum sýrðum rjóma, 25 grömm low carb lakrís.

Í heildina gerir þetta um 1400 kkal. og 28,5 grömm kolvetni.

Á morgun ætla ég að reyna að komast í heimsókn til Karinar vinkonu og skoða litla stóra strákinn hennar. Hann fæddist 3 október og var nú svo sem ekkert voða lítill, eða 16 1/2 mörk og 51 cm ;) Nú hringlar sko í eggjastokkunum mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home