Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, október 11, 2004

Ljóta vigt >:(

Ég þarf að velja mér einhverja daga til að setja inn vigtartölurnar mínar hér. Þó svo að ég fari á vigtina á hverjum degi þá fannst mér betra að setja það svona inn vikulega eins og ég gerði í átakinu mínu fyrir sumarfrí. Ætli ég haldi mig ekki bara við sunnudagana. Þá hef ég svona vikulegt yfirlit hér. En ég verð bara að telja mér trú um að fitan mín sé að umbreytast í vöðva :Þ Fór reyndar ekki í ræktina í dag, þar sem ég fór í gær. Ég ætla að hafa það að stefnu að fara ca annan hvern dag, eða 3-4 sinnum í viku, helst 4 sinnum.

Matarlega var dagurinn svona:

Morgunmatur: Síðasta low carb pizzusneiðin ;)
Hádegismatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Miðdegisverður: Grillaður kjúklingur með grísku salati.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lindbergbrauð með osti og léttsultu.
Millibitar: 6 low carb karamellur og 25 gr low carb lakkrís.

Ég ætla hér eftir bara að skrifa aðalmáltíðirnar og hafa svo eina línu fyrir alla millibita og nart, sama hvenær dagsins það er. Er reyndar ekki enn búin að fá mér kvöldsnarl og low carb lakkrísinn, en það er á planinu. Þetta gerir um 1400 kkal. og 16 grömm kolvetni.

Ég er nú ekki bjartsýn á að ná að komast í 80 kg fyrir næsta sunnudag. Nú virðist ég bara standa í stað í 82 kg. Fáránlega stutt í þetta samt og svolítið ergilegt að vigtin virðist ekkert hreyfast. En það hlýtur að koma. Alltaf að vera bjartsýn. Það hefur komið mér hingað þar sem ég er. Þó svo að mig hafi nú oft langað til að gefast upp þá hef ég ekki gert það. Það eru allavegana 35 kg farin síðan ég byrjaði í átakinu mínu í janúar 2003, og það skulu fara a.m.k. 10 í viðbót ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home