Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, október 07, 2004

Á morgun segir sá lati

Jebb, ég fór ekki í ræktina í dag og ætla bara á morgun. Ekkert annað en leti í mér, hef nákvæmlega enga afsökun aðra en þá að ég hreinlega nennti ekki.

Annars var ég nú að fatta að ég er búin að léttast um það sem samsvarar rúmlega einni Elísu Auði, þ.e. elstu dóttur minni. Það er nú slatti sko. Ég á nú ekkert auðvelt með að lyfta henni upp, og þessa þyngd var maður að burðast með utan á sér. Ótrúlegt.

Fékk smá nammiútrás í dag og át fullt af low carb nammi, með tilheyrandi gasmyndun og drunum í búknum á mér. Svona var dagurinn:

Morgunmatur: Egg og beikon. 1 msk. kókosolía.
Hádegismatur: Enginn.
Miðdegisverður: Steikt kjúklingabringa með grænmetisgratín.
Kvöldsnarl: 2 low carb brauðsneiðar með osti og léttsultu.
Nart: Low carb súkkulaði, karamellur og lakkrís.

Þetta gerir um 1600 kkal. og 16 grömm kolvetni.

Annars var ég voða ánægð með vigtina mína í morgun, var komin niður í 81,4 kg :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home