Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, október 25, 2004

Kolvetnadagurinn

Samt ekki hinn ógurlegi sko ;) En kolvetnin urðu í meira fallinu í dag. Í fyrsta lagi vaknaði ég svo seint að ég náði ekki að steikja mér egg og beikon, þannig að það var Lindbergbrauð bæði í morgunmat og hádegismat. Í öðru lagi var hausthátíð á leikskólanum hennar Örnu eftir vinnu, þar sem krakkarnir og foreldrarnir elduðu grænmetissúpu með pylsubitum, og steiktu norskt flatbrauð. Ég bara ákvað að leyfa mér að fá mér svolítið af þessu. Grænmetissúpan var svo sem nokkuð í lagi, fyrir utan að það voru kartöflur í henni. Og svo var flatbrauðið auðvitað ansi kolvetnaríkt. En ég fékk mér ekkert mikið af því heldur. Svo fannst mér ég bara ansi dugleg að sleppa nýbökuðu vöfflunum sem var einnig boðið upp á.

Svona varð þá dagurinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Miðdegisverður: Grænmetissúpa með pylsubitum, flatbrauð með L&L.
Kvöldverður: Kesam með strásætu og blönduðum berjum, smá rjómi út á.
Millibitar: 56 grömm kolvetnasnautt súkkulaði, 2 pk. Fruittella light.

Þetta gerði í heildina um 1440 kkal. og 56 grömm kolvetni.

En ég fór nú í ræktina í dag og eyddi einhverjum kolvetnum og kaloríum þar ;)

Ég á nú ekki von á að léttast áfram svona ört eins og í síðustu viku, en ég vona samt að vigtin fari nú niður á við, en ekki neitt upp á við aftur. Langar aldrei, aldrei, aldrei að sjá töluna 80 eða þar fyrir ofan á morgunvigtinni minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home