Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, október 28, 2004

Komst í ræktina ;D

Fyndið hvað maður er orðinn háður þessu. Leið alveg rosalega vel að geta farið og púlað smá ;) Svo pantaði ég tíma hjá leiðbeinandanum mínum til að setja upp fyrir mig nýtt prógramm, á að hitta hana á sunnudaginn.

Matseðillinn í dag var svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með smurosti og skinku.
Hádegismatur: Ferskt salat með skinku og osti, smá dressing.
Miðdegisverður: 2 sneiðar Lindbergbrauð, önnur með smurosti og skinku, hin með gráðosti og léttsultu.
Kvöldsnarl: Eggjahræra með beikoni, grænmeti og bræddum osti.
Millibiti: 2 pk. Fruittella light og 1 pk Läkerol original.

Samtals gerði þetta um 1250 kkal. og 29,5 grömm kolvetni.

Síðastliðinn vetur lenti ég í því að giftingarhringurinn minn var bara orðinn allt of stór. Ég var næstum búin að týna honum í eitt skiptið, þegar hann hreinlega flaug af fingrinum á mér þar sem ég var að skafa af bílnum og lenti á kafi í snjó. Fyrir einhverja hundaheppni fann ég hann aftur þegar ég lagðist á fjóra og fór að þreifa mig áfram. En allavegana fékk ég smá sjokk þarna og fór og lét þrengja hann. Ég þurfti sko að láta þrengja hann um heilar tvær stærðir... og hann sem passaði svo vel þegar við giftum okkur í maí 2002 :Þ Svo finn ég núna að hann er AFTUR orðinn vel rúmur. Reyndar ekki farinn að fljúga af mér enn, en ætli ég þurfi að fara og láta þrengja hann meira bráðum? Ætla ekki að gera það strax samt, en hann er að verða vel laus á puttanum. Ég hreinlega hélt ekki að maður fitnaði svona á puttunum, hahaha. En það er greinilegt að þeir grennast með mér ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home