Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, október 26, 2004

Hæ og hó

Var á kvöldvakt svo þess vegna blogga ég svona seint. Enn stend ég mig alveg ágætlega og hef ekkert svindlað. Fór ekkert í ræktina í dag, en labbaði heim úr vinnunni. Þannig að ég fékk smá hreyfingu. Svona var dagurinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, salami og eggjum.
Hádegismatur: Enginn.
Miðdegisverður: Reyktur fiskur með smá hvítri sósu og gulrótum (eitthvað sem var í matinn í vinnunni).
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með Létta, skinku og osti.
Millibiti: 28 grömm low carb súkkulaði, 2 pk. Fruittella light.

Þetta gerði nú bara rétt um 1000 kkal. og 32 grömm kolvetni. Er að spá í hvort ég eigi að fá mér eitthvað meira, eða bara sleppa því. Sé til. Er nefninlega að reyna að passa að borða ekki mikið seint á kvöldin.

Föstudaginn 5. nóvember er vinnudjamm, svona jólahlaðborð ;) Mig langar alveg rosalega mikið að kaupa mér einhvern hrikalega flottan kjól og vera ógó mikil pæja. En ég verð aðeins að sjá til hvað fjárhagurinn segir. Ég bæði hlakka til og kvíði smá fyrir. Er allt of hrædd um að þyngjast aftur. En ég ætla að vera dugleg fram að djammi og passa mig að detta ekki í algjört sukk.

Hafið þið tekið eftir stelpur að það koma svona tímabil þar sem allir eru að hrósa manni fyrir hvað maður líti vel út og hvað maður hafi grennst? Ég hef alveg tekið eftir að þetta kemur í skorpum. Það er eins og á ákveðnum tímapunkti í megruninni sjáist allt í einu vel hvað maður hefur grennst. Ég er að fá rosa mörg svona komment núna, ekki leiðinlegt það ;)

Já og í sambandi við fólk sem er að pressa á mann til að borða. Ein í vinnunni bakaði köku og allir fengu sér. Hún var þvílíkt að pressa á mig til að fá mér smá sneið, bara alveg rosalega, og ég var næstum búin að láta undan. En þá hugsaði ég til Gerritar og að maður ætti ekkert að vera að láta aðra stjórna sér svona... og fékk mér ekki einn einasta bita af kökunni ;) Fékk mér bara mitt sykurlausa nammi til að japla á og var hæstánægð með mig ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home