Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, nóvember 01, 2004

Stærð 42 :D

Já, ég stóðst ekki mátið og skaust í H&M aftur bara til að máta bleika kjólinn í stærð 42. OG HANN SMELLPASSAÐI!!! Ji hvað þetta var gaman. Ég bara man ekki einu sinni eftir að hafa notað stæðr 42, hahaha. En ég er enn ekki viss með litinn og ætla að bíða og sjá hvort það komi fleiri kjólar í vikunni.

Annars er ég að fara á kvöldvakt og er búin að plana daginn. Svona lítur hann út:

Morgunmatur: Enginn.
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Miðdegisverður: Kjúklingabringa með gráðosti í vasa og ferskt grænmeti með, smá dressing.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og osti.
Millibiti: 1 pk Solano, 2 mini BabyBel ostar, 1 pk Läkerol salvi.

Samtals verður þetta um 1110 kkal. og 23 grömm kolvetni.

Ég er farin að hlakka rosalega til föstudagsins. Gaman að fá smá frí frá átakinu. Ég ætla samt að passa mataræðið og borða ekki mikið af kolvetnaríku fæði. En bjórinn ætla ég að leyfa mér ;) Svo mun bara verða haldið áfram í átakinu strax daginn eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home