Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

3 dagar í djamm :D

Mikið er ég nú fegin að vera búin að finna kjól, þá þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því ;) Hlakka sko svakalega mikið til að fara út að skemmta mér á föstudaginn, borða góðan mat og drekka bjór :D Ætla að vera svaka dugleg fram að djammi. Í dag var dagurinn svona:

Morgunmatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Hádegismatur: Ferskt salat með skinku og osti, smá dressing.
Miðdegisverður: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, skinku og eggjum.
Kvöldsnarl: Kjúklingastrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá rjómasletta sem sósa.
Millibiti: 2 mini BabyBel ostar, 1 pk Läkerol cactus, 2 kaffibollar með mjólk.

Samtals gerði þetta um 1320 kkal. og 35 grömm kolvetni.

Ji, það kom ein í vinnunni með gamlar myndir frá því í mars 2003. Þá var vinnudjamm, það fyrsta sem ég fór á. Það voru bara allir að hrósa mér og segja hvað það væri rosalega mikill munur á mér núna og á þessum myndum. En á þessum myndum var ég rétt skriðin niður fyrir 100 kílóin. Það fyndna er samt eiginlega að á þessum myndum leið mér eins og ég væri svaka skvísa og svaka grönn. Þá var ég náttúrulega búin að missa hátt í 20 kg og komin niður fyrir þriggja stafa töluna og leið ótrúlega vel. En samt sé ég ótrúlegan mun á mér núna og á þessum myndum, enda farin rúmlega 20 kíló til viðbótar ;) Mér finnst svo skrýtið að líta svona tilbaka því ég er samt bara ég. Líka bara gaman að rifja upp hvað mér leið sjálfri ótrúlega vel með mig á þessum tíma þó ég væri náttúrulega enn allt of þung, en það sést líka á myndunum hvað ég var í svakalegu stuði og góðu skapi og skemmti mér sko konunglega :D Já, andlega hliðin er sko svakalega stór hluti af þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home