Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég er hér...

... og ekkert að svindla. Bara mikið að gera. Var kölluð út á næturvakt í gær og svo er önnur á eftir. Næturvaktirnar rugla náttúrulega alltaf matmálstímunum, en ég reyni samt að passa mig vel. Ætla samt ekki að setja inn neinn matseðil fyrir þessa daga. Ég fór ekki í ræktina í gær, ágætt að hafa svona einn frídag, en ég fór áðan og ætla aftur á morgun.

Stelpur, er það einhver einn staður á líkamanum sem er rosalega erfiður hjá ykkur? Þá meina ég að grennast þar. Hjá mér eru þa upphandleggirnir og kálfarnir. Þeir eru bara búnir að standa í stað alveg ógeðslega lengi. Mittið og maginn minnkar óðum og lærin eru loks að minnka í ummáli aftur núna. En upphandleggirnir hafa endalaust sitt skvap. Kálfarnir eru þó skárri þó ummálið minnki lítið þar, þar sem það er ekkert mikið skvap þar, aðallega vöðvar. Þetta er svolítið að pirra mig akkurat núna. En svo sem ekkert sem ég ætla að fara að grenja yfir ;)

Jæja, sé hvort ég hef tíma til að fara bloggrúntinn, ég þarf nefninlega að drífa mig í bað eftir ræktina (nennti ekki í sturturnar þar) og svo í vinnuna á eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home