Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Smá munur ;)

Stelpur, ég bara verð að sýna ykkur svona að gamni. Hér fyrir neðan eru málin mín eins og þau eru í dag, og í sviga eins og þau voru 10. janúar 2003, sem sagt fyrir tæpum tveimur árum síðan ;D

Brjóst:..............98 cm (129)
Mitti:.................74,5 cm (108)
Magi.................96 cm (129)
Mjaðmir:............94 cm (127)
Upphandleggur:..31 cm (41)
Læri:..................58 cm (76)
Kálfi:..................37,5 cm (45)

Kræst, þetta er ekkert smá mikill munur. Vá hvað ég er fegin að ég skrifaði þessar tölur niður í upphafi, hrikalega gaman að sjá þetta. Kálfarnir á mér eru núna orðnir minni en upphandleggirnir á mér voru í byrjun, og MITTIÐ á mér, díses sko, er grennra en LÆRIN á mér voru í upphafi. Já, það er svolítið ótrúlegt að skoða þessar tölur.

En dagurinn í dag, þ.e. matseðillinn:

Morgunmatur: Svaf (alltaf svo góður þessi eignimaður minn um helgar).
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, salami og eggjum.
Miðdegisverður: Svínakjötsstrimlar og grænmeti steikt á pönnu, smá Kesella sem sósa.
Kvöldsnarl: Kesella með strásætu og smá mjólk, 1 sneið Lindbergbrauð með léttsultu og osti.
Millibiti: 1 low carb karamella og 1 pk Läkerol salmiak.

Þetta gerir um 1025 kkal. og 34 grömm kolvetni. Mjög fínn dagur bara. Fór líka í ræktina og tók 30 mín á Orbitrekkinu og svo fór ég rúntinn minn í tækjunum (tekur ca 30 mín).

Jæja vonandi hafið þið það bara gott í kvöld dúllurnar mínar, það er allavegana ágætis sjónvarpsdagskrá hér ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home