Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Mið vika

Tíminn flýgur áfram. Ég veit ekki alveg hvort vigtin sé besta vinkona mín ennþá, hún var það ekki í gær. Eitthvað hlýt ég að hafa gert sem hefur stuðað hana, en ég vona að ég nái að sleikja hana upp þessa daga sem eftir er af vikunni. Ætli maður þyngist bara við það að vera þungur í skapinu?

Jæja jæja, dagurinn var á þessa leið:

Morgunmatur: 2 Fiber+ hrökkbrauð með L&L, skinku og osti.
Hádegismatur: Ferskt salat með skinku og osti, jógúrtdressing.
Miðdegisverður: 2 litlir hamborgarar án brauðs (bara kjötið sem sagt) með steiktu grænmeti, smá rjómasletta sem sósa.
Kvöldsnarl: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Millibiti: 1 pk Läkerol cactus.

Samtals var þetta um 1090 kkal. og 34 grömm kolvetni.

Ég verð nú bara að segja að ég var ógeðslega dugleg áðan og druslaðist í ræktina. Ég ætlaði nefninlega alls ekki að nenna því. Var bara ógeðslega þreytt eftir daginn, með hausverk og kalt, enn frekar þung í skapinu og voða eitthvað ómöguleg. Lagði mig aðeins og ákvað svo bara að hundskast af stað og bara fara. Sé auðvitað ekki eftir því núna ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home