Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

mánudagur, nóvember 22, 2004

Mánudagur og helgin búin

Mér finnst það alltaf svolítið dapurlegt, en það kemur önnur helgi eftir þessa. Reyndar verð ég á næturvöktum næstu helgi :S Svo er víst fyrsti í aðventu á sunnudaginn og mig langar mikið til að skreyta eitthvað þá. Vonandi hef ég tíma og orku í það þó ég sé á næturvöktum.

Annars var þetta frekar tilbreytingarlítill dagur í mataræðinu, en það er nú allt í lagi svona endrum og eins. Svona var dagurinn:

Morgunmatur: 2 sneiðar low carb pizza (á svo mikinn afgang sko, dugar mér í marga daga þegar ég baka svona pizzu ;)
Hádegismatur: 2 sneiðar Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum.
Miðdegisverður: 1 stór sneið low carb pizza, grískt salat með.
Kvöldsnarl: 1 sneið Lindbergbrauð með L&L, roastbeef og eggjum, Kefir með hindberjum og strásætu.
Millibiti: Enginn.

Samtals um 1260 kkal. og 35 grömm kolvetni. Fór líka í ræktina og tók vel á.

Jæja, ég er voðalega eitthvað löt núna, líklega bara mánudagurinn í mér. Held ég hlammi mér bara í sófann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home