Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Sykurstuðull í matvörum

Langar aðeins að segja nokkur orð um þetta. Margir aðhyllast þær kenningar að það beri góðan árangur í megrun að forðast vörur með háan sykurstuðul og velja frekar þær sem hafa lágan. Þetta er eiginlega svolítið svipað og þetta með flóknu og einfölu kolvetnin og kemur í raun líka inn á kolvetnasnautt fæði, þ.e. að það sé slæmt að neyta of mikilla kolvetna. Í stuttu máli þá eru kolvetnin í matvörum með háan sykurstuðul fljót að fara út í blóðið og hækka blóðsykurinn snögglega, öfugt við það sem matvörur með lágan sykurstuðul gera. Flókin kolvetni hafa almennt lægri sykurstuðul en einföld. Hvers vegna það er betra að velja matvörur með lágum sykurstuðli má kannski útskýra einfaldast á þann hátt, að þegar blóðsykurinn hækkar snöggt þá fer líkaminn að vinna á fullu að nýta sér kolvetnin og allt umframmagn er sett í geymsluforða (smá kolvetnaforði og svo fita). Ef blóðsykurinn helst stöðugri þá er líkaminn líka að nýta kolvetnin jafnara, og það sem er laust af kolvetnum í blóðinu passar frekar bara akkurat fyrir það sem við þurfum í orku hverju sinni.

Chubby er einmitt að fara að fylgja þessari kenningu og tók saman smá lista yfir svona helstu matvörur og flokkaði þær eftir lágum, meðal og háum sykurstuðli. Þið finnið listann hér Sykurstuðull matvara ef þetta vekur áhuga ykkar, og ég set líka link á hann hér til hægri, undir Ýmsar heilsusíður ;)

Þetta er í raun hugmynd sem má hafa til hliðsjónar með hvaða megrunaraðferð sem er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home